Veldu dagsetningu
Yfirlit

14. desember

Fótboltasystur frá Gambíu




Þetta eru tvíburasysturnar Awa og Adama. Þær ólust upp í SOS barnaþorpinu í Bakoteh í Gambíu eftir að móðir þeirra lést þegar þær voru ungar. Þær spila báðar með kvennalandsliði Gambíu í fótbolta og Adama er nú komin í atvinnumennsku til Frakklands.

Myndbandið í dag var tekið upp árið 2021 þegar starfsmenn SOS Barnaþorpanna í Þýskalandi heimsóttu systurnar. Þá ráku þær sjoppu við hliðina á barnaþorpinu samhliða fótboltanum. Eftir að systurnar útskrifuðust úr skólanum fóru þær í veitinganám þar sem þær gátu ekki lifað af spilamennsku sinni í fótboltanum. Þær komu sér upp rekstri þar sem þær seldu mat til 200 nemenda í skóla við hliðina á barnaþorpinu þar sem þær ólust upp. Veitingasölunni lauk klukkan 14 og þá fóru þær beint á fótboltaæfingu.

Adama byrjaði að spila fótbolta með strákum snemma í grunnskóla og fram eftir unglingsaldri. Þegar hún var 18 ára komst hún á reynslu hjá frönsku stórliðunum Paris Saint-Germain og Lyon. Adama hefur einnig leikið með Cannes í Frakklandi en spilar nú með franska liðinu Rodez.