Veldu dagsetningu
Yfirlit

13. desember

Kartöflubaka Azra




Í vikunni heimsóttum við Azra sem býr í Bosníu-Hersegóvínu. Hún sýnir okkur hvernig hún býr til bosníska kartöfluböku (sjá HÉR). Hvernig væri að prófa að baka kartöflubökuna hennar Azra í dag? Hér kemur uppskriftin:


Kartöflubaka Azra (fyrir u.þ.b. 4-5)
300 g kartöflur (gott að nota bökunarkartöflur) 
1/3 laukur, smátt saxaður 
1 pakki Fílódeig* 
Olía 
Salt og pipar

*Fílódeig má stundum finna frosið í matvörubúðum en ef það er ekki til má prófa að nota smjördeig (bakan verður þó ekki alveg eins) þá er bara eitt lag af deigi sett í einu, ekki þrjú.

Aðferð: Rífið niður hráar kartöflur. Saxið laukinn smátt og blandið saman við kartöflurnar. Kryddið þær með salti og pipar og setjið smá olíu út í. Finnið ofnskúffu/gastróbakka/ bökuform og dreifið smá olíu í botninn. Setjið því næst þrjú lög af fílódeigi í botninn. Dreifið rifnum kartöflum yfir deigið og leggið aftur þrjú lög af deigi ofan á. Endurtakið þetta þar til kartöflurnar og deigið er búið en passið að eiga deig eftir til að setja efst ofan á bökuna. Dreifið smá olíu yfir efsta lagið og bakið í ofni við 200°C í ca. 30 mínútur

Verði ykkur að góðu!