Veldu dag­setn­ingu
Yf­ir­lit

12. des­em­ber

Tveir strák­ar frá Simba­bve



 

Í glugga dags­ins ferð­umst við til lands í suð­ur­hluta Afr­íku sem heit­ir Simba­bve. Þar heim­sækj­um við tvo stráka, Prosper og Ngoni. Báð­ir búa þeir í borg­inni Bindura. Prosper býr hjá ömmu sinni og frænda en Ngoni býr í SOS barna­þorp­inu í Bindura ásamt SOS mömmu sinni og níu SOS systkin­um. Báð­ir strák­arn­ir fá að ganga í skóla enda mik­il­vægt fyr­ir fram­tíð þeirra að fá að­gengi að mennt­un. Í Simba­bve fá ekki öll börn að ganga í skóla. Sum­ar fjöl­skyld­ur hafa ekki efni á að senda börn sín í skól­ann, stund­um er skól­inn of langt í burtu og stund­um þurfa börn­in að vinna til að fjöl­skyld­an hafi efni á mat og hús­næði.

Umræðupunktar

  • Hvað borð­ið þið oft á dag? Hvað þurf­um við að borða oft á dag?
  • Mörg börn (sér­stak­lega stelp­ur) í Simba­bve þurfa að ganga lang­ar vega­lengd­ir til að ná í vatn fyr­ir fjöl­skyld­una. Hvað þurf­ið þið að fara langa vega­lengd til að ná ykk­ur í drykkjar­vatn núna?
  • SOS Barna­þorp­in leggja mikla áherslu á að öll börn fái mennt­un. Hvers vegna er svona mik­il­vægt að fá mennt­un?
  • Prosper ber ábyrgð á að gefa kjúk­ling­un­um að borða þeg­ar hann kem­ur heim úr skól­an­um. Hvað ger­ið þið þeg­ar þið kom­ið heim úr skól­an­um?

Stafarugl dagsins:
Hvernig bú reka Prosoer og fjöl­skylda hans eft­ir stuðn­ing frá fjöl­skyldu­efl­ingu SOS?
Bók­staf­ur 1 fer í reit nr. 6