Veldu dagsetningu
12. desember
Azra og kartöflubakan
Við ætlum að heimsækja stelpu sem heitir Azra. Hún er níu ára og á heima í SOS barnaþorpi í Bosníu. Azra finnst skemmtilegt að hjálpa til heima og þá sérstaklega þegar kemur að því að útbúa bosníska kartöfluböku sem er vel þekktur réttur í Bosníu. Azra fer líka stundum út í búð með eldri systur sinni til að kaupa í matinn. Þegar við hjálpum til erum við líka að æfa okkur og undirbúa fyrir framtíðina og verkefnin sem bíða okkar. Í dag fáum við að fylgjast með Azra búa til bosníska kartöfluböku.
Umræðupunktar
- Eruð þið dugleg að hjálpa til heima hjá ykkur? Hvað gerið þið?
- Er mikilvægt að hjálpa til heima hjá sér? Hvers vegna/hvers vegna ekki?
- Hvers vegna er gott fyrir fullorðna fólkið að fá aðstoð heima?
- Börn mega ekki vinna svo mikið að þau geti ekki gengið í skóla. Af hverju er menntun svona mikilvæg?
- Hvað lærum við í skólanum?
Stafarugl dagsins:
Azra notar tvö krydd í bökuna sína, annað er salt hitt er _________?
Bókstafur 1 fer í reiti nr. 20 og 21