Veldu dagsetningu
Yfirlit
1desember
2desember
3desember
4desember
5desember
6desember
7desember
8desember
9desember
10desember
11desember
12desember
13desember
14desember
15desember
16desember
17desember
18desember
19desember
20desember
21desember
22desember
23desember
24desember
12. desember
Azra og kartöflubakan
Við ætlum að heimsækja stelpu sem heitir Azra. Hún er níu ára og á heima í SOS barnaþorpi í Bosníu. Azra finnst skemmtilegt að hjálpa til heima og þá sérstaklega þegar kemur að því að útbúa bosníska kartöfluböku sem er vel þekktur réttur í Bosníu. Azra fer líka stundum út í búð með eldri systur sinni til að kaupa í matinn. Þegar við hjálpum til erum við líka að æfa okkur og undirbúa fyrir framtíðina og verkefnin sem bíða okkar. Í dag fáum við að fylgjast með Azra búa til bosníska kartöfluböku.
Umræðupunktar
- Eruð þið dugleg að hjálpa til heima hjá ykkur? Hvað gerið þið?
- Er mikilvægt að hjálpa til heima hjá sér? Hvers vegna/hvers vegna ekki?
- Hvers vegna er gott fyrir fullorðna fólkið að fá aðstoð heima?
- Börn mega ekki vinna svo mikið að þau geti ekki gengið í skóla. Af hverju er menntun svona mikilvæg?
- Hvað lærum við í skólanum?
Stafarugl dagsins:
Azra notar tvö krydd í bökuna sína, annað er salt hitt er _________?
Bókstafur 1 fer í reiti nr. 20 og 21