Veldu dagsetningu
Yfirlit

11. desember

Tækifæri til menntunar



 

Í myndbandi dagsins heimsækjum við Rúanda og hittum þar Mugisha. Mugisha er 16 ára og býr hjá frænku sinni og frænda. Pabbi hans lést og mamma hans var veik og gat ekki annast hann en frænka hans og frændi vildu gæta hans og styðja hann til náms. Skólinn hans Mugisha er í 15 km fjarlægð frá heimilinu og enginn strætó eða skólabíll er á svæðinu. Mugisha labbar þess vegna í skólann. Það tekur hann langan tíma enda jafngildir það að ganga 143 fótboltavelli, hvora leið.

Mugisha verður stundum þreyttur í fótunum en honum finnst mikilvægt að fá að læra svo hann verði sjálfstæður í framtíðinni.

Umræðupunktar

  • Hvernig farið þið í skólann?
  • Hvað tekur það ykkur langan tíma að labba frá heimilinu ykkar og í skólann?
  • Mugisha er 3 klukkutíma að ganga hvora leið í og úr skólanum, það gera 6 klukkutíma á dag. Það er megnið af frítíma hans. Hvað gerið þið í ykkar frítíma?
  • Hvað langar Mugisha að verða þegar hann verður stór?

Stafarugl dagsins:
Í hvernig skóm er Mugisha í myndbandinu?
Bókstafur 1 fer í reit nr. 23