Veldu dagsetningu
1. desember
Dagur í lífi Kaviyarsi
Velkomin í Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna árið 2024!
Fyrsti glugginn í dagatalinu í ár opnast á Indlandi, nánar tiltekið í bænum Nagapattinam sem er á suðurhluta Indlands. Þar býr hin 13 ára gamla Kaviyarsi. Kaviyarsi er mjög listræn og í glugga dagsins sýnir hún okkur meðal annars hvernig hún og systir hennar búa til Rangoli. Rangoli er listform þar sem falleg og litrík mynstur eru búin til með því að nota litað duft, t.d. sand eða hrísgrjónaduft. Listaverkin eru oft útbúin í tengslum við hátíðir á borð við Diwali og Pongal.
Umræðupunktar
- Hvað heitir höfuðborg Indlands?
- Á Indlandi eru 22 opinber tungumál en Tamil er eitt þeirra. Tamil er eitt elsta tungumál heims sem enn er talað. Vitið þið um fleiri tungumál sem töluð eru á Indlandi?
- Indland er núna fjölmennasta land í heimi. Hvað búa margir á Indlandi?
- Þekkið þið einhverjar indverskar hátíðir?
Stafarugl dagsins:
Hvað heitir bærinn sem við heimsóttum í dag?
Bókstafur 1 fer í reiti nr. 10