Öðruvísi jóladagatal

joladagatal merki-01.jpg

Jólin snúast ekki bara um að þiggja – þau snúast líka um að gefa.

Tíu skóladaga í desember getur þinn bekkur opnað nýjan glugga í Öðruvísi jóladagatali SOS Barnaþorpanna hér á síðunni og séð myndbönd frá börnum víðs vegar um heiminn.

Á sama tíma og nemendur fá innsýn og þekkingu á aðstæðum barna í öðrum löndum læra þau einnig að jólatíminn snýst ekki síður um að gefa en að þiggja.

Nemendur aðstoða heima fyrir, til dæmis með því að taka af matarborðinu, teikna mynd fyrir ömmu og afa, taka til í herberginu sínu, fara út með hundinn eða brjóta saman þvott og fá fyrir það örlítinn vasapening frá foreldrum eða forráðamönnum. Peninginn setja börnin í umslag og fara með í skólann.

Öll framlög sem safnast í ár  fara til Tulu Moye í Eþíópíu og verða notuð til að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum í gegnum fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna. Tilgangurinn með fjölskyldueflingunni er að gera foreldrum kleift að mæta grunnþörfum barna sinna til að koma í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra.

Hér að neðan eru þau skjöl sem kennarar prenta út fyrir verkefnið. Best er að byrja á að skoða bæklinginn. 

Bæklingur 2019 - Hér má finna bækling sem er aðalvinnutæki kennarans. Í bæklingnum eru upplýsingar um myndböndin, verkefni, stafaþrautir og umræðupunktar.

Kynningarbréf til foreldra/forráðamanna um verkefnið: íslenska   enska   pólska

Umslag - Umslagið er klippt út og límt saman. Svo taka nemendur umslagið með sér heim, vinna sér inn fyrir framlagi og skila því svo lokuðu í skólann í lok verkefnisins. Umslögin eiga að vera ómerkt. 

Heimskort - Hér er sniðugt að skoða og merkja við lönd dagsins eftir að horft er á myndböndin. Hægt er að prenta kortið út í A3 stærð.

Jóladagatal

2. desember 2019
02.12.19
2.12.2019 00:00:00
3. desember 2019
03.12.19
3.12.2019 00:00:00
4. desember 2019
04.12.19
4.12.2019 00:00:00
5. desember 2019
05.12.19
5.12.2019 00:00:00
6. desember 2019
06.12.19
6.12.2019 00:00:00
9. desember 2019
09.12.19
9.12.2019 00:00:00
10. desember 2019
10.12.19
10.12.2019 00:00:00
11. desember 2019
11.12.19
11.12.2019 00:00:00
12. desember 2019
12.12.19
12.12.2019 00:00:00
13. desember 2019
13.12.19
13.12.2019 00:00:00
Vinsamlegast veldu myndband