Frétta­yf­ir­lit 20. sept­em­ber 2024

Ný fjöl­skyldu­efl­ing í Eþí­óp­íu

Ný fjölskylduefling í Eþíópíu

Eins og við sögð­um frá í janú­ar sl. lauk fimm ára verk­efni okk­ar í fjöl­skyldu­efl­ingu í Eþí­óp­íu um síð­ustu ára­mót með þeim góða ár­angri að 360 barna­fjöl­skyld­ur losn­uðu úr viðj­um sára­fá­tækt­ar og geta nú stað­ið á eig­in fót­um. Um ára­mót­in sl. hófst svo und­ir­bún­ing­ur að nýrri fjöl­skyldu­efl­ingu í Eþí­óp­íu og er það verk­efni kom­ið vel á veg.

Nýja verk­efn­is­svæð­ið er í Arba Minch í sunn­an­verðri Eþí­óp­íu og er til þriggja ára. Þar mun­um við styðja við 637 börn og 224 for­eldra þeirra eða forr­ráða­fólk sem er að nær öllu leyti ein­stæð­ar mæð­ur. Fjöl­skyldu­efl­ing­in þar mun líka hafa óbein áhrif á 11 þús­und íbúa á svæð­inu.

Starfsteymi fjölskyldueflingarinnar fundaði með fulltrúum hinna ýmsu yfirvalda um barnavernd. Starfsteymi fjölskyldueflingarinnar fundaði með fulltrúum hinna ýmsu yfirvalda um barnavernd.

Af mörgu að taka

Snemma árs fór fram val á starfs­fólki í verk­efni­steym­ið sem og val á þeim fjöl­skyld­um sem taka þátt. Markmið verk­efn­is­ins er að þess­ar fjöl­skyld­ur verði laus­ar úr viðj­um sára­fá­tækt­ar inn­an þriggja ára. Á fyrstu stig­um verk­efn­is­ins sækja for­eldr­ar ýmis nám­skeið eins og í barna­upp­eldi og barna­vernd sem hafa strax leitt af sér ber­sýni­leg­an ár­ang­ur.

Of­beldi gegn börn­um er einn af þeim þátt­um sem tek­ið er á í verk­efn­inu og í því sam­hengi eru starf­rækt­ar barna­vernd­ar­nefnd­ir. Nám­skeið eru hald­in fyr­ir börn og ung­menni þar sem þau fá fræðslu um rétt­indi sín og hljóta þjálf­un í að bregð­ast við ef þau lenda í hvers kyns of­beldi eða verða vitni af því. Nú þeg­ar hafa nokkr­ir hóp­ar barna og ung­menna lok­ið nám­skeið­um af því tagi.

Foreldrar sækja námskeið um uppeldi og barnavernd. Foreldrar sækja námskeið um uppeldi og barnavernd.

Fá­tækt fólk get­ur líka spar­að

Fjöl­skyldu­efl­ing SOS hef­ur gert fólki í sára­fá­tækt kleift að spara pen­ing og leggja til hlið­ar. Sam­starf er kom­ið á við lána­stofn­an­ir þar sem fjöl­skyld­urn­ar geta tek­ið lán á lág­um vöxt­um til að koma á fót at­vinnu­rekstri eða ann­arri tekju­öfl­un fyr­ir heim­il­ið. Fjöl­skyld­ur hafa sam­hliða því hlot­ið þjálf­un í gerð fjár­hags­áætl­ana og nú þeg­ar eru 80 heim­ili kom­in með slík­ar áætlan­ir.

Við þekkj­um það hér á Ís­landi að geta tryggt okk­ur fyr­ir alls kyns áföll­um. Á verk­efna­svæði okk­ar í Arba Minch tryggj­um við fjöl­skyld­urn­ar í sam­starfi við nokk­urs kon­ar íbúa­sam­tök. Þau sjá til þess að verst stöddu for­eldr­ana skorti ekki brýn­ustu nauð­synj­ar og tryggja með bein­um fjár­stuðn­ingi að grunn­þörf­um þeirra sé mætt. Íbúa­sam­tök­in get­um við lit­ið á sem nokk­urs kon­ar ör­ygg­is­net fyr­ir fjöl­skyld­urn­ar.

Börn í fjölskyldueflingu okkar í Ngabu í Malaví. Börn í fjölskyldueflingu okkar í Ngabu í Malaví.

16 fjöl­skyld­ur orðn­ar sjálf­bær­ar í Mala­ví

Fjölskyldueflingin okkar í Malaví er nú á þriðja ári af fjór­um. Fyrstu sex­tán fjöl­skyld­urn­ar eru nú farn­ar að standa á eig­in fót­um og nálg­ast út­skrift. Börn­in geta sótt skóla og er það stór þátt­ur í því mark­miði að rjúfa víta­hring sára­fá­tækt­ar milli kyn­slóða. Áætl­að er að 160 fjöl­skyld­ur hafi út­skrif­ast í lok þessa árs. Alls eru 365 fjöl­skyld­ur virk­ir þátt­tak­end­ur í verk­efn­inu og í þeim eru 1378 börn. Verk­efna­lok eru áætl­uð í lok árs 2025.

Sjá einnig:

Rauf víta­hring fá­tækt­ar með ís­lensk­um stuðn­ingi

Rúrik heim­sótti fjöl­skyldu­efl­ingu í Mala­ví

Saumavél bjargaði fjölskyldunni

Rú­anda

Þriðja fjöl­skyldu­efl­ing­in okk­ar Ís­lend­inga er í Rúanda og hófst hún í byrj­un árs 2022. Þátt­tak­end­ur í verk­efn­inu okk­ar þar eru 300 fjöl­skyld­ur með 1400 börn­um og ung­menn­um. Enn er eng­in fjöl­skylda út­skrif­uð en um 200 for­eldr­ar hafa út­skrif­ast úr verk­námi og ým­ist stofn­að til at­vinnu­rekst­urs eða feng­ið vinnu. Verk­efna­lok eru áætl­uð í des­em­ber 2025. Verk­efn­ið hef­ur já­kvæð áhrif á sex þús­und manns í nærsam­fé­lag­inu.

Skömmuðust sín vegna fátæktar-(Saga hjóna í fjölskyldueflingu SOS í Rúanda)

Framund­an er svo fjórða fjöl­skyldu­efl­ing­in okk­ar sem hefst í Úg­anda á næsta ári og mun­um við greina nán­ar frá henni síð­ar.

Fjölskylduefling sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi er styrkt af SOS-fjölskylduvinum og Utanríkisráðuneytinu og er hluti af opinberri þróunaraðstoð Íslands. Fjölskylduefling sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi er styrkt af SOS-fjölskylduvinum og Utanríkisráðuneytinu og er hluti af opinberri þróunaraðstoð Íslands.
SOS fjöl­skyldu­vin­ur

SOS fjöl­skyldu­vin­ur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjöl­skyldu­vin­ir styrkja fjöl­skyldu­efl­ingu SOS. Sem SOS-fjöl­skyldu­vin­ur kem­urðu í veg fyr­ir að börn verði van­rækt og yf­ir­gef­in. Í fjöl­skyldu­efl­ingu SOS tök­um við fyrstu skref­in með fjöl­skyld­um út úr sára­fá­tækt svo þær get­ið stað­ið á eig­in fót­um og veitt börn­un­um bjarta fram­tíð. Þú ákveð­ur styrkt­ar­upp­hæð­ina og færð reglu­lega upp­ýs­inga­póst um verk­efn­in sem við fjár­mögn­um.

Mán­að­ar­legt fram­lag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr