SOS sögur 2.desember 2022

Skömmuðust sín vegna fátæktar

Skömmuðust sín vegna fátæktar

Fátæktin og úrræðaleysið höfðu dregið allan mátt úr hjónum á sextugsaldri með níu börn í Rukomo héraði í Rúanda. Tekjurnar voru litlar sem engar og þau gátu hvorki gefið börnunum að borða né sent þau í skóla. Þau skömmuðust sín og voru farin að loka sig af. En svo breyttist allt.

Í vettvangsferð til Rúanda í haust fór Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi, m.a. í heimsókn til þessarar fjölskyldu og kynnti sér gang mála  í fjölskyldueflingu á staðnum sem SOS á Íslandi stendur að.

Skammt frá fjölskyldueflingunni í Rukomo héraði er barnaþorpið í Byumba. Þar búa yfir 240 börn og ungmenni sem lifa góðu lífi í SOS fjölskyldum. Skammt frá fjölskyldueflingunni í Rukomo héraði er barnaþorpið í Byumba. Þar búa yfir 240 börn og ungmenni sem lifa góðu lífi í SOS fjölskyldum.

Íslensk fjölskylduefling í Rukomo

Rúanda er merkilegt land. Í raun er það pínulítið, eða um ¼ af flatarmáli Íslands. Þar búa þó um 13 milljónir manna, eða 523 einstaklingar á hverjum ferkílómetra. Til samanburðar búa að meðaltali 3 Íslendingar á hverjum ferkílómetra. Rúanda er einna þekktast fyrir þjóðarmorðin sem kostuðu líf um einnar milljónar Rúandamanna á vordögum 1994. Síðan þá virðist þjóðin hafa náð saman og myndað samstöðu og þjóðarstolt.

SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nú fjölskyldueflingu í þessu merkilega Afríkuríki. Verkefnið gengur út á að styðja sárafátækar fjölskyldur 1.500 barna svo þær geti sjálfar mætt þörfum barna sinna. Þar sem verkefnið er nýlega farið af stað fer litlum sögum enn af árangri þess, en á ferð minni til Rúanda á dögunum hitti ég fjölskyldu, sem hafði nýlokið þátttöku í samskonar verkefni.

Verkefnasvæði okkar er í Rukomo héraði sem er skammt frá SOS barnaþorpinu í Byumba. Verkefnasvæði okkar er í Rukomo héraði sem er skammt frá SOS barnaþorpinu í Byumba.

Lokuðu sig af

Fjölskyldan býr í Rukomo héraði í norðurhluta landsins og samanstendur af hjónum með níu börn, þ.a. eitt barnabarn. Hjónin eru á sextugsaldri og var boðin þátttaka í fjölskyldueflingu SOS vegna mikillar fátæktar. En það var ekki bara peningaleysið sem hrjáði þau hjónin. Fátæktin og úrræðaleysið höfðu dregið úr þeim allan mátt. Þau áttu hvorki hús né ræktarland.

Þau gátu ekki gefið börnum sínum nóg að borða eða sent þau í skóla. Þau skömmuðust sín og voru farin að loka sig af. Fóru helst ekki út.  Lesendur geta rétt ímyndað sér hvernig börnunum þeirra leið við þessar aðstæður. Þær litlu tekjur sem fjölskyldan aflaði sér komu til þegar hjónunum bauðst einhver tilfallandi vinna sem daglaunafólk.

Fjölskyldan á nú geitur og nokkra akra og selur afurðirnar á markaðnum. Fjölskyldan á nú geitur og nokkra akra og selur afurðirnar á markaðnum.

Ekki lengur innilokuð

En svo breyttist allt. Starfsfólk SOS Barnaþorpanna fékk ábendingu um hræðilegar aðstæður fjölskyldunnar og bankaði upp á hjá þeim. Fjölskyldunni var boðið að vera með í fjölskyldueflingu SOS, gegn því að þau myndu leggja sitt af mörkum og fara að ráðleggingum sérfræðinga SOS. Teiknuð var upp áætlun, sem m.a. fól í sér fræðslu til hjónanna, stuðning til tekjuöflunar og regluleg eftirfylgni af hálfu SOS.

Svo breyttist allt

Til að gera langa sögu stutta hefur líf fjölskyldunnar gjörbreyst til hins betra. Þar sem ég sat á kolli fyrir utan snyrtilegt en látlaust hús þeirra, ætluðu brosin ekki að fara af andlitum hjónanna, sérstaklega þó konunnar. Brosmild andlit þeirra drógu að sér meiri athygli frá mér en litskrúðugur fatnaður þeirra. Fjölskyldan á nú fallegt heimili sem heldur vatni og vindum. Þau eiga geitur, nokkra akra og selja afurðirnar á markaðnum. Börnin þeirra ganga í skóla og fá nóg að borða.

Við bíðum spennt eftir að geta sagt ykkur sögur af árangri nýja verkefnisins í Rúanda. Takk fjölskylduvinir fyrir ykkar stuðning!

Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi.

Fjölskyldan sem Ragnar hitti er nýútskrifuð úr samskonar fjölskyldueflingu í nágrenni verkefnasvæðis okkar. Fjölskyldan sem Ragnar hitti er nýútskrifuð úr samskonar fjölskyldueflingu í nágrenni verkefnasvæðis okkar.

Íbúðaleigufyrirtækið Heimstaden fjármagnar 100% kostnaðar við fjölskyldueflinguna okkar í Rúanda árið 2022 og 90% árið 2023. Framlög SOS-fjölskylduvina fjármagna þau 10% sem eftir standa.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði