Fréttayfirlit 8. september 2021

Verkefni okkar framlengd í Eþíópíu og Sómalíu

Verkefni okkar framlengd í Eþíópíu og Sómalíu

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa undirritað styrktarsamninga til þriggja ára að virði 137 milljóna króna við Utanríkisráðuneytið vegna framlenginga á tveimur verkefnum. Þetta er hæsti styrkur sem samtökin hafa fengið frá íslenskum stjórnvöldum og mun hann nýtast við að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum í Eþíópíu til sjálfshjálpar og ungu fólki í Sómalíu að fá vinnu og stofna fyrirtæki.

2 ára framlenging í Eþíópíu

Rúmar 44 milljónir styrkupphæðarinnar renna í fjölskyldueflingu okkar í Tulu Moye í Eþíópíu eða Eteya og nágrenni. Þar hjálpum við barnafjölskyldum í sárafátækt að standa á eigin fótum með því markmiði að þær verði sjálfbærar. Þannig drögum við úr hættunni á að aðskilnaði og eflum foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin og þau stundað nám.

Verkefni okkar í Eþíópíu hófst árið 2018 og átti að renna út í lok þessa árs en nú hefur það verið framlengt út desember 2023. Þar hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra. Mjög stutt er í að fyrstu fjölskyldurnar útskrifist úr fjölskyldueflingunni og til að hámarka árangurinn ákváðum við að framlengja verkefnið um tvö ár. Hætt er við að mikil vinna hefði farið í súginn ef við hefðum látið staðar numið nú í árslok.

Styrkur Utanríkisráðuneytisins er kr. 44.519.329 en mótframlag SOS á Íslandi er kr. 11.129.832. Mótframlagið er fjármagnað með framlögum mánaðarlegra styrktaraðila sem nefnast SOS-fjölskylduvinir.

Sjá einnig:

88% segja lífsgæði sín betri

Þessi unga kona stofnaði verslun í Mogadishu eftir að hún útskrifaðist úr þjálfun. Þessi unga kona stofnaði verslun í Mogadishu eftir að hún útskrifaðist úr þjálfun.

3 ára framlenging í Sómalíu og Sómalílandi

Árið 2018 hófst verkefni okkar, Atvinnuhjálp unga fólksins, í Mogadishu í Sómalíu og Hargeisa í Sómalílandi en þar er atvinnuleysi ungs fólks um 70%. Sómalía og Sómalíland teljast óörugg lönd þar sem hryðjuverkahópar hafa lengi unnið gegn friði og öryggi. Slíkir hópar reyna m.a. að höfða til atvinnulausra ungmenna og því er verkefnið okkar mikilvægt í þeirri viðleitni að örva efnahaginn og vinna að heilbrigðum uppgangi og friði í löndunum tveimur.

Árangur verkefnisins er það góður hingað til að ákveðið var að framlengja um þrjú ár. Sá góði grunnur sem lagður hefur verið hingað til bendir til að enn betri árangur náist með því að framlengja verkefnið. Styrkur Utanríkisráðuneytisins fyrir atvinnuhjálpina er kr. 92.196.589 en mótframlag SOS á Íslandi er kr. 23.049.147. Styrkurinn nær til þriggja ára (jan 22 til des 24).

Sjá einnig:

Íslendingar hjálpa ungmennum í Sómalíu og Sómalílandi að fá vinnu

Hryðjuverkahópar ásælast atvinnulaus ungmenni

Ungmenni streyma á vinnumarkaðinn í Sómalíu og Sómalílandi

Nýlegar fréttir

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi
19. maí 2022 Almennar fréttir

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjó...

18 staðir Gleðipinna og 18 styrktarbörn
16. maí 2022 Almennar fréttir

18 staðir Gleðipinna og 18 styrktarbörn

Starfsfólk veitinga- og afþreyingarfélagsins Gleðipinna hefur ákveðið að styðja við starf SOS Barnaþorpanna með því að gerast SOS-foreldrar 18 barna í SOS barnaþorpum víðsvegar um heiminn. Það þýðir e...