Fréttayfirlit 3. júlí 2024

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert styrktarbarn og áður var fjöldinn takmarkaður við eitt SOS-foreldri frá Íslandi á hvert barn.

SOS-foreldrar greiða kr. 3.900 á mánuði fyrir að styrkja stakt barn en þeir sem velja að styrkja „öll börn í barnaþorpi“ greiða 4.500 krónur. SOS Barnaþorpin vanda til verka og leggja áherslu á að börnin fái góða og varanlega umönnun. Á það við um húsnæði, menntun og annað í lífi barnanna. Framfærslukostnaður eins barns er nokkuð hærri en kr. 3.900 og því þurfa fleiri en einn styrktaraðili að standa að baki hverju barni.

Alls eru tæplega 9.800 SOS-foreldrar á Íslandi að styrkja börn í SOS barnaþorpum í 107 löndum. Langflestir styrkja stök börn, sumir styrkja „öll börnin“ í einu tilteknu barnaþorpi og sumir velja að styrkja eftir báðum þessum leiðum. Í dag eru stök styrktarbörn Íslendinga 8.865 talsins.

Nýlegar fréttir

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi
26. jún. 2024 Almennar fréttir

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi

Það skiptir okkur miklu máli að geta sýnt styrktaraðilum samtakanna hér á landi fram á lágan rekstrarkostnað og að sem stærstur mögulegur hluti framlaga þeirra skili sér í sjálft hjálparstarfið. Í árs...

Fjáröflunarleiðir endurmetnar
18. jún. 2024 Almennar fréttir

Fjáröflunarleiðir endurmetnar

„Fjáröflun er síbreytileg og þurfum við stöðugt að endurmeta fjáröflunarleiðir útfrá kostnaði og tekjum en einnig útfrá breytingum í samfélaginu.“ Þetta er meðal þess sem fram kemur í ávarpi framkvæmd...