Fréttayfirlit

Hryðjuverkahópar ásælast atvinnulaus ungmenni

Atvinnuleysi ungs fólks í Sómalíu og Sómalílandi er um 70%. Í rúmt ár hafa SOS Barnaþorpin á Íslandi, með stuðningi styrktaraðila sinna og Utanríkis- og þróunarmálaráðuneytis Íslands, fjármagnað atvinnuhjálp unga fólksins, verkefni í Mogadishu í Sómalíu og Hargeisa í Sómalílandi. Verkefnið, The Next Economy, gengur út á að þjálfa ungt fólk svo það geti fengið vinnu eða stofnað eigin fyrirtæki.

Íslendingar hjálpa ungmennum í Sómalíu að fá vinnu
Ungmenni streyma á vinnumarkaðinn í Sómalíu og Sómalílandi

Fyrirtæki sem einn frumkvöðullinn stofnaðiUppfylla þarf ákveðin skilyrði til þátttöku í verkefninu og þeir sem líklegastir eru til að ná árangri komast að. Þá tekur við þriggja mánaða þjálfun í ýmsum kostum og eiginleikum sem gott er að hafa bæði á vinnumarkaði og í frumkvöðlastarfsemi. Að lokinni þeirri þjálfun ákveða ungmennin hvort þau vilji fara út í eigin rekstur eða verða launþegar. Þá tekur við þriggja mánaða tvískipt þjálfun, eftir því hvor leiðin er valin. Markmiðið er að á þriggja ára verkefnatímanum hafi 700 ungmenni lokið þjálfun og helmingur þeirra fengið vinnu eða stofnað eigin rekstur.

Stofna fyrirtæki eða fá vinnuFyrrum þátttakandi, nú fyrirtækjaeigandi í Mogadishu.jpg

Í eftirlitsferð þar sem fulltrúi íslenska utanríkisráðuneytisins og undirritaður kynntu sér framkvæmd og árangur þess í Hargeisa kom í ljós að verkefnið gengur mjög vel og hefur þegar skilað góðum árangri. 9 fyrirtæki hafa þegar hafið rekstur og 38 ungmenni hafa fengið vinnu. Við hittum ungmenni sem eru í þjálfun, önnur sem eru útskrifuð og hafa stofnað og reka fyrirtæki og enn önnur sem eru launþegar.

Einnig hittum við vinnuveitendur sem eru hæstánægðir með það unga starfsfólk sem þeir hafa fengið eftir útskrift úr verkefninu. Töluðu þeir mikið um viðhorf ungmennanna til vinnunnar, en þjálfunin miðar meðal annars að því að auka þjónustulund, kurteisi, framtakssemi og fleiri þætti sem almennt þykja eftirsóknarverðir í fari starfsfólks en eru ekki endilega meðfæddir.

Hryðjuverkahópar ásælast atvinnulaus ungmenni

Sómalía og Sómalíland teljast óörugg lönd þar sem hryðjuverkahópar hafa lengi unnið gegn friði og öryggi. Slíkir hópar reyna m.a. að höfða til atvinnulausra ungmenna og því er verkefnið okkar mikilvægt í þeirri viðleitni að örva efnahaginn og vinna að heilbrigðum uppgangi og friði í löndunum tveimur.

Verkefninu lýkur í árslok 2021. Þú getur lagt því lið með því að leggja þitt framlag á reikning:

334-26-52075. Kennitala 500289-2529. Skýring: Sómalía.

Nýlegar fréttir

Stofnuðu félagslega eflandi hóp í þágu SOS í grunnskóla Stykkishólms
20.07.2021 Almennar fréttir

Stofnuðu félagslega eflandi hóp í þágu SOS í grunnskóla Stykkishólms

Æska landsins lætur sig svo sannarlega varða bágstödd börn í heiminum og það er aðdáunarvert að sjá hvernig frumlegar hugmyndir íslenskra ungmenna hafa orðið að veruleika. Nikola og Tara sem eru á lei...

Skráning hafin á Velgjörðafyrirtækjum SOS
16.07.2021 Almennar fréttir

Skráning hafin á Velgjörðafyrirtækjum SOS

Fyrirtækum á Íslandi gefst nú tækifæri á að tengjast SOS Barnaþorpunum á sérstakan hátt með því að gerast Velgjörðafyrirtæki SOS. Þetta fyrirkomulag var sett á laggirnar í upphafi júlí 2021 og nú þega...