Fréttayfirlit 16. nóvember 2023

SOS á Íslandi sendir 10 milljónir í neyðaraðgerðir

SOS á Íslandi sendir 10 milljónir í neyðaraðgerðir

(1. nóvember, 2023)
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda 10 milljónir króna í neyðaraðgerðir sem SOS í Palestínu og Ísrael standa sameiginlega að, beggja vegna landamæranna. Eðli neyðarinnar er vissulega ekki það sama í Ísrael og á Gaza og munu aðgerðir SOS taka mið af stöðunni hverju sinni. Almenningur á Íslandi getur lagt söfnuninni lið í neyðarsöfnun okkar hér á sos.is.

SOS Barnaþorpin hjálpa börnum sem orðið hafa viðskila við fjölskyldur sínar að sameinast á ný, sinna börnum sem misst hafa foreldra sína og huga sérstaklega að áfallahjálp og geðheilsu barnanna, sem upplifað hafa hræðilega hluti. Þetta gerum við án þess að taka pólitíska afstöðu. Við einfaldlega hjálpum þeim börnum sem við getum hjálpað og þurfa á hjálp að halda.

Þessi frétt er uppfærð reglulega og hér neðar má sjá yfirlit yfir það sem við vitum.

Börnin heil á húfi í barnaþorpinu í Rafah

(16. nóvember, 2023)
Þær upplýsingar sem við höfum frá SOS barnaþorpinu í Rafah er að börnin í barnaþorpinu eru öll heil á húfi. Það er vel hugsað um þau af SOS mæðrum og sálfræðingum sem eru að vinna mjög gott starf. Mikil áhersla er á að dreifa huga barnanna og koma í veg fyrir að þau verði hrædd.

„Ég reyni að vera yfirveguð eftir minni bestu getu. Við horfum á teiknimyndir og leikum við börnin. Við reynum að hugga þau svo að þau finni sem minnst fyrir því sem er að gerast - því það sem er í rauninni að gerast er óbærilegt fyrir huga barnanna," segir SOS móðoir í barnaþorpinu í Rafah.

Mannfall meðal skjólstæðinga SOS

Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna fordæma harðlega árásir á borgaralega innviði og aðstöðu samtakanna á Gaza. Tvær íbúðir á Gaza sem SOS Barnaþorpin útveguðu fjölskyldum eyðilögðust í loftárásum. Áður hafði fjölskyldunum verið komið á öruggan stað og létust hvorki starfsfólk né skjólstæðingar SOS í árásinni.

SOS Barnaþorpin hafa misst og syrgja fjölmörg börn, ungmenni og foreldra í verkefnum á vegum samtakanna, bæði í Ísrael og Palestínu, sem látist hafa í yfirstandandi átökum.

Við vinnum að því að tryggja öryggi eins margra og við getum á Gaza. Við erum miður okkar vegna þeirra sem hafa látist og slasast. Ingrid Johansen, framkvæmdastjóri alþjóðasamtaka SOS

Sjá tilkynningu SOS Children´s Villages

Allir heilir á húfi í barnaþorpunum

SOS Barnaþorpin í Ísrael og Palestínu staðfestu 9. október að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í barnaþorpunum eru heil á húfi. Blóðug stríðsátök hófust laugardaginn 7. október og hefur mannfall verið mikið.

Því miður lést barn í fjölskyldueflingu SOS í Palestínu og ungur piltur í verkefni þar á vegum SOS. Mánudaginn 16. október bárust svo þau sorgartíðindi að heil fjölskylda í fjölskyldueflingu SOS í Palestínu hafi látist í sprengjuárás á sunnudeginum 15. október.

Sjá einnig: Söfnun hafin fyrir SOS Barnaþorpin í Palestínu og Ísrael

Tvö SOS barnaþorp eru í Ísrael og tvö í Palestínu. Tvö SOS barnaþorp eru í Ísrael og tvö í Palestínu.

Sjö manna fjöl­skylda dó í sprengju­árás - „Börn­in eru hrædd“

SOS styð­ur einnig fjöl­skyld­ur sem eiga um sárt að binda. „Þetta eru stuðn­ings­verk­efni/fjölskylduefling og það eru um 350 fjöl­skyld­ur sem þiggja þá að­stoð. 1.500 börn til­heyra þess­um fjöl­skyld­um. Marg­ar þeirra búa á Gaza­strönd­inni og nú þeg­ar höf­um við feng­ið fregn­ir af því að sjö manna fjöl­skylda dó í sprengju­árás, hjón og fimm börn.

Við höf­um líka feng­ið að vita af ann­arri fjöl­skyldu sem varð fyr­ir árás. Mamm­an er ekkja, hún er mik­ið slös­uð, elsti son­ur henn­ar sem var 22 ára er lát­inn og litlu systkini hans þrjú líka. Son­ur­inn var fyr­ir­vinna fjöl­skyld­unn­ar. Þetta er bara það sem við höf­um feng­ið stað­fest,“ seg­ir kon­an og bæt­ir við að mun fleiri séu dán­ir á Gaza en greint hef­ur ver­ið frá því að fjöldi fólks sé graf­ið und­ir rúst­um. „Ótt­ast er að það séu mjög mörg börn graf­in í rúst­um húsa,“ sagði starfskona SOS í Palestínu í við­tali við ís­lenska fréttamið­il­inn Heim­ild­ina. 

Sjá nánar hér

Síðustu vikur hefur börnunum verið kennt hvernig á að bregðast við ef ráðist verður á þorpin þar sem þau búa. Starfskona SOS í Palestínu

17 börn styrkt af Íslendingum

Íslenskir SOS-foreldrar styrkja átta börn í SOS barnaþorpum í Palestínu og níu börn í Ísrael. Börnin verða áfram á framfæri SOS Barnaþorpanna og því heldur stuðningur styrktaraðila áfram að skipta máli.

Alls eru 213 börn og ungmenni á framfæri SOS Barnaþorpanna í Ísrael í tveimur barnaþorpum, í Arad og Migdal Haemek. Þá er ungmennaheimili SOS í Tel Aviv. 193 börn og ungmenni eru á framfæri SOS í Palestínu í tveimur barnaþorpum, í Bethlehem og Rafha.

SOS Barnaþorpin hafa starfað í Palestínu síðan 1968 og í Ísrael síðan 1977 og búa samtökin því yfir áratuga langri reynslu á svæðinu. Ákveðið ferli fer í gang við slíkar aðstæður sem miðar að því að tryggja öryggi barnanna.

Frá SOS barnaþorpinu í Bethlehem í Palestínu. Frá SOS barnaþorpinu í Bethlehem í Palestínu.

Barn í fjölskyldueflingu SOS lést

Auk barnanna í barnaþorpunum í Palestínu eru rúmlega 4.200 börn, ungmenni og foreldrar þeirra skjólstæðingar í fjölskyldueflingu SOS. Staðfest er að eitt barn úr fjölskyldueflingu SOS lét lífið og tvö eru á gjörgæslu. Þá lést þar einnig piltur sem var þátttakandi í atvinnueflingu SOS fyrir ung fólk.

Palestína

Mörg börn á framfæri SOS í Palestínu búa að staðaldri hjá kynforeldrum sínum með stuðningi SOS og hafa þau öll verið flutt í barnaþorpið í Rafah á Gaza-svæðinu. „Við erum í stöðugum samskiptum við fólkið okkar á Gaza og gerum ráðstafanir eftir þörfum,“ segir Ghada Hirzallah, starfandi framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Palestínu.

Ísrael

Börnin í SOS Barnaþorpunum í Ísrael voru flest hver í hefðbundinni heimsókn til kynforeldra sinna þegar átökin brutust út og áttu að snúa aftur í barnaþorpin að kvöldi laugardagsins sem átökin brutust út. Yfirvöld óskuðu eftir því að börnin yrðu tímabundið áfram hjá kynforeldrum sínum. Öll börnin eru þó á framfæri og undir eftirliti SOS Barnaþorpanna. Önnur börn eru í umsjón SOS-mæðra sinna eða starfsfólks neyðarmiðstöðva SOS.

Við fylgjumst áfram með framvindu mála og bætum við upplýsingum hér í þessari færslu ef tilefni verður til.

Sjá einnig: Uppfærð fréttaumfjöllun RÚV

Neyð fyrir botni Miðjarðarhafs

Neyð fyrir botni Miðjarðarhafs

Neyð fyrir botni Miðjarðarhafs

Styrktu neyðaraðgerðir SOS fyrir fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Palestínu og Ísrael. Þar ríkir mikil neyð. Þúsundir hafa látið lífið og fjöldi barna misst foreldra sína. SOS Barnaþorpin starfa beggja vegna landamæranna og eru í góðri aðstöðu til að hjálpa börnum þar.

Styrkja