Þriggja ára stúlka í áfalli fannst ein og fylgdarlaus á Gaza
Amina* er þriggja ára stúlka sem fannst ráfandi um ein og fylgdarlaus við eftirlitsstöð á Gaza í Palestínu í desember sl. „Litla stúlkan var í alvarlegu sálrænu áfalli, slösuð og haldin miklum ótta og kvíða. Við teljum að Amina hafi orðið vitni að einhverju hræðilegu sem kom fyrir fjölskyldu hennar og við greindum hana með það sem kallað er tímabundið málleysi af þessum völdum," segir sálfræðingur í SOS barnaþorpinu í Rafah sem er á Gaza. Talið er að á bilinu 24-25 þúsund börn á Gaza hafi misst annað eða báða foreldra sína í stríðinu.
Farið var með Aminu á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hennar og í kjölfarið kom hún í SOS barnaþorpið í Rafah. SOS Barnaþorpin í Palestínu gengu nýlega frá samkomulagi við UNICEF um að taka á móti 55 fylgdarlausum börnum sem hafa misst foreldra sína eða orðið viðskila við þá í stríðinu á Gaza. Amina er eitt af þeim börnum og bætast þau í hóp þeirra rúmlega 70 barna sem fyrir bjuggu í barnaþorpinu í Rafah.
Sýndi miklar framfarir á einni viku
Þrátt fyrir mjög viðkvæmt sálarástand Aminu í upphafi tók það skamman tíma fyrir litlu stúlkuna að ná sýnilegum bata. Aðeins einni viku eftir að hún kom í barnaþorpið var Amina farin að leika sér við önnur börn í þorpinu, sérstaklega við börnin sem búa í sama húsi með henni. Hún deildi meira að segja leikföngum með hinum börnunum og fór út í garð að leika.
„Við tókum eftir því að hún var farin að upplifa sig öruggari og hún er nú orðin mun færari að fást við það áfall sem hún lenti í. Við höldum áfram að huga að andlegri heilsu stúlkunnar út frá persónumiðuðum þörfum hennar,“ segir sálfræðingurinn.
*Ekki eru gefin upp rétt nöfn Aminu og Hanane í þessari frásögn af persónuverndarástæðum.
SOS foreldri barna á Gaza
SOS foreldri barna á Gaza
Sem SOS foreldri barna á Gaza styrkir þú SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza í Palestínu með mánaðarlegu framlagi sem nemur 4.500 krónum. Framlagi þínu er varið í daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa og fer þeim nú fjölgandi. Einnig er hægt að greiða stakt framlag í neyðarsöfnun SOS.