SOS-foreldri barna á Gaza

Tugir þúsunda barna á Gaza hafa misst annað eða báða foreldra sína í stríðinu sem stendur þar yfir. Neyðin á Gaza er nú orðin slík að ljóst er að efla þarf starfsemi SOS Barnaþorpanna í Palestínu til lengri tíma. Með því að gerast SOS-foreldri barna á Gaza gerist þú mánaðarlegur styrktaraðili SOS barnaþorpsins í Rafah.

Þegar þú gerist SOS-foreldri barna á Gaza færðu tvö regluleg upplýsingabréf í tölvupósti frá okkur um ástandið í barnaþorpinu í Rafah. Þegar aðstæður leyfa hjá SOS í Palestínu færðu svo tvö bréf á ári frá Rafah með upplýsingum um lífið í barnaþorpinu. Rýming úr barnaþorpinu í Rafah hefur engin áhrif á stuðning þinn við börnin því þau eru áfram á framfæri SOS í Palestínu.

SOS barnaþorpið í Rafah er syðst á Gaza, nálægt landamærunum að Egyptalandi. SOS barnaþorpið í Rafah er syðst á Gaza, nálægt landamærunum að Egyptalandi.

SOS foreldri barna á Gaza

SOS foreldri barna á Gaza

Sem SOS foreldri barna á Gaza styrkir þú SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza í Palestínu með mánaðarlegu framlagi sem nemur 4.500 krónum. Framlagi þínu er varið í daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa og fer þeim nú fjölgandi. Einnig er hægt að greiða stakt framlag í neyðarsöfnun SOS.

Mánaðarlegt framlag
Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.