Fréttayfirlit 20. mars 2023

Þörf á auknum stuðningi við SOS í Úkraínu

Þörf á auknum stuðningi við SOS í Úkraínu


Stríðið í Úkraínu heldur áfram að koma niður á milljónum barna, grundvallarréttindum þeirra og sundrar fjölskyldum. Við viljum því vekja athygli á að söfnun SOS Barnaþorpanna á Íslandi fyrir stuðningi við úkraínsk börn stendur enn yfir og nú stendur almenningi til boða að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar fyrir SOS Barnaþorpin í Úkraínu.

Hjálparstarf SOS Barnaþorpanna miðar fyrst og fremst að velferð barna og fjölskyldna þeirra. Bein aðstoð SOS í yfirstandandi átökum í Úkraínu hefur náð til 125 þúsund manns, 74 þúsund af þeim eru börn, og alls hafa neyðaraðgerðir samtakanna náð til yfir 280 þúsund manns.

Aðstoðin felst í öllu frá fjárhagsaðstoð og inneignarmiðum til geðheilbrigðisþjónustu til að takast á við áföll af völdum stríðsins. SOS Barnaþorpin í nágrannalöndum Úkraínu hafa einnig tekið á móti fjölda fósturfjölskyldna á flótta og séð þeim fyrir húsnæði. Við gætum ekki haldið slíkri starfsemi gangandi án stuðnings velunnara og fyrir þann stuðning erum við afar þakklát.

Sjá líka:

Oks­ana, sál­fræð­ing­ur til margra ára í SOS barna­þorp­inu í Brovary í Úkraínu, ræðir við börnin. Oks­ana, sál­fræð­ing­ur til margra ára í SOS barna­þorp­inu í Brovary í Úkraínu, ræðir við börnin.

Sjá líka:

Enn mikil þörf á mannúðaraðstoð

SOS Barnaþorpin hafa verið til staðar fyrir umkomulaus börn í Úkraínu í 20 ár og við gátum brugðist strax við þegar stríðið braust út fyrir rúmu ári. Þörfin fyrir mannúðarstarf eykst sífellt og starfsemi SOS í Úkraínu og nágrannalöndum hefur aukist stórlega á þessum tíma. Nýjustu upplýsingar gefa til kynna að 17,7 milljónir manna séu í bráðri þörf á mannúðaraðstoð.

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa með stuðningi almennings sent nærri 20 milljónir króna til neyðaraðgerða SOS í Úkraínu og slíkt hafa aðrar aðildarþjóðir SOS gert. Nú er svo komið að þeir fjármunir verða senn uppurnir þar sem stríðið hefur dregist á langinn og enn er mikil þörf á mannúðaraðstoð samtakanna.

Við viljum því vekja athygli á að söfnun SOS Barnaþorpanna á Íslandi fyrir stuðningi við úkraínsk börn stendur enn yfir. Þú getur lagt söfnuninni lið með stöku eða mánaðarlegu framlagi, uppsegjanlegu hvenær sem er.

Við verðum hérna (myndband)

Við hvetjum þig eindregið til að horfa á þetta myndband þar sem framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu lýsir ástandinu og því hvernig við hjálpum.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...