SOS sögur 2.janúar 2023

Ímyndunaraflið var í molum

Ímyndunaraflið var í molum

Dag einn fór móðir *Alexanders, 12 ára drengs í Kænugarði, að taka eftir breytingum í hegðun hans. Stríðið í Úkraínu kemur fram í ýmsum myndum og sýnir m.a. hversu varnarlaus börn geta verið. Alexander átti það til að frjósa í miðri líkamshreyfingu og gerði allt miklu hægar en venjulega. Hann var ítrekað að gleyma og fór að hafa óeðlilega miklar áhyggjur af heilsu móður sinnar eftir að þau flúðu átök í Donetsk-héraði.

Stress- og kvíðastig drengsins var svo hátt að hann gat ekki greint einfalda hluti í sálfræðitíma. „Ímyndunaraflið hans var í molum sem er mjög slæmt því ímyndun leikur stóran þátt í bataferlinu eftir sálrænt áfall," segir Olga Penzur, sálfræðingur hjá SOS Barnaþorpunum í Úkraínu. Henni tókst að lokum að hjálpa Alexander litla að jafna sig. „Við byrjuðum að vinna í að fá hann til að hleypa tilfinningunum út. Fyrsta skrefið var að gera öndunaræfingar og það gaf góða raun. Ég hélt svo áfram með aðrar aðferðir og í dag líður Alexander miklu betur," segir Olga.

SOS Barnaþorpin hafa starfað fyrir varnarlaus börn og fjölskyldur í Úkraínu í yfir 20 ár og hófu strax neyðaraðgerðir þegar stríðið braust út í febrúar 2022. Í neyðarsöfnun SOS á Íslandi hafa safnast um 14 milljónir króna og SOS á Íslandi bætir 5 milljónum króna við þá upphæð úr neyðarsjóði.

*Skáldað nafn af persónuverndarástæðum

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „öll börn“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 3.900 kr á mánuði Styrkja tvö börn 7.800 kr á mánuði Öll börn fyrir 4.500 kr á mánuði