SOS í Úkraínu: „Það er í lagi með okkur“

SOS Barnaþorpin í Úkraínu hafa hjálpað alls 426 þúsund manns í neyðaraðgerðum sínum eftir innrás Rússa fyrir nærri þremur árum. Neyðaraðstoð SOS í Úkraínu nær einnig til nágrannalanda þangað sem margir flúðu margir frá Úkraínu, þeirra á meðal börn á framfæri SOS Barnaþorpanna. Aðgerðir SOS í þágu úkraínskra barna og fjölskyldna þeirra eru fjármagnaðar með stuðninigi aðildarlanda SOS, Íslandi þeirra á meðal.
Þegar fólk spyr okkur hvernig við höfum það, þá svörum við; við erum ókei. Það er í lagi með okkur - þökk sé alþjóðlegum stuðningi, þökk sé ykkur styrktaraðilar. framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu
„Til að gera langa sögu stutta, við erum ókei! Þegar fólk spyr okkur hvernig við höfum það, þá svörum við; við erum ókei. Það er í lagi með okkur - þökk sé alþjóðlegum stuðningi, þökk sé ykkur styrktaraðilar. Við höfum stöðugleika í innviðum og ákaflega einbeitt starfsfólk en aðstæður eru erfiðar,“ segir Serhi Lukashov, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu.
Úkraínubúar gátu ekki notið einnar einustu haustnóttar 2024 án þess að heyra í loftvarnarflautum. SOS hjálpaði yfir 40 þúsund manns á síðasta ári í gegnum mannúðaraðstoð og um 20.000 manns til viðbótar í gegnum önnur verkefni. 72 starfsmenn stýra mannúðarverkefnum SOS í Úkraínu.

Menntakerfið í molum
SOS Barnaþorpin veita mikinn stuðning til barna sem ekki komast í skóla í Úkraínu. Menntakerfið í landinu er mölbrotið eftir um fimm ára takmarkaða þjónustu. Fyrst vegna heimsfaraldursins og svo vegna stríðsins. Úkraínumenn búa við stöðuga ógn og enginn staður er öruggur.
Samtökin stefna að því á þessu ári að efla stuðning við særð börn og fjölskyldur þeirra. Þá er sérstaklega unnið að því að koma á langvarandi aðstoð við fötluð börn. Veitt er sálfræði- og lögfræðiaðstoð auk þess að greiða fyrir aðgerðir og endurhæfingu. Helsti stuðningur sem samtökin veita í dag er sálfræðiaðstoð.

Munaðarleysingjaheimili heyra vonandi brátt sögunni til
SOS Barnaþorpin í Úkraínu eru virk í afstofnanavæðingu barnaverndar, þ.e.a.s. útrýmingu munaðarleysingjaheimila sem enn eru mörg. Þessi heimili eru arfleifð Sovét-tímans en nú vilja Úkraínubúar færa sig nær Evrópu í þessum efnum. Þó er andstaða innan kerfisins, enda margir sem hafa atvinnu af starfsemi þessara heimila. Það eru þó góðar fréttir að úkraínsk yfirvöld hafa samþykkt áætlun um afstofnanavæðingu.

Neyðaraðgerðir SOS í Úkraínu 2024
- 3.214 samstarfsaðilar
- 10.700 börn og ungmenni fengu sálfræðiaðstoð
- 19.443 miðstöðvar fyrir fjölskyldueflingu
- 4.606 fengu fjárhagsaðstoð
- 1.413 börn fengu fjölskylduumönnun
- 670 særð börn fengu umönnun
- 334 ungmennamiðstöðvar
- 37 börn nutu hagsmunagæslu
(Tölur í október 2024)
Annar stuðningur SOS við börn í Úkraínu
- Sálfræðiaðstoð
- Endurhæfing
- Menntun
- Talmeinafræðingar
- Lögfræðiaðstoð
SOS neyðarvinur
SOS neyðarvinur

SOS Neyðarvinir styrkja neyðaraðgerðir SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra í stríði og á öðrum hamfarasvæðum. Neyðaraðgerðir sem SOS á Íslandi tekur nú þátt í að fjármagna eru í Palestínu, Líbanon Úkraínu og Súdan. Ef þú vilt velja eitt þeirra landa til að styrkja skrifar þú nafn landsins í athugasemdadálkinn hér neðar. Þú getur annað hvort gefið stakt framlag eða gerst mánaðarlegur neyðarvinur.