Fréttayfirlit 14. ágúst 2023

SOS Barnaþorpin endurheimta börn frá Rússlandi

SOS Barnaþorpin endurheimta börn frá Rússlandi

Serhii Lukashov, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu, segir að það verði að reyna allt til að endurheimta þau börn sem rússnesk yfirvöld hafa brottnumið ólöglega yfir landamærin og aðskilið frá foreldrum sínum í Úkraínu. Hann segir að nú þegar hafi SOS Barnaþorpunum tekist að endurheimta 84 börn frá Rússlandi í samvinnu við samstarfsaðila.

„SOS Barnaþorpin eru ein af aðeins þremur starfandi hjálparsamtökum hér. Þetta er stórt og flókið verkefni. Samtals hefur tekist að endurheimta 385 börn til baka og 84 þeirra af SOS Barnaþorpunum,“ segir Lukashov í þýskum fjölmiðlum.

Yfir 19 þúsund börn hafa verið numin á brott síðan innrás Rússa hófst í fyrra. „Þetta eru stríðslæpir og, samkvæmt alþjóðalögum, hluti af þjóðarmorði,“ segir Lukashov.

Serhii Lukashov, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu. Serhii Lukashov, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Úkraínu.

SOS hjálpar foreldrunum að ná börnunum

Oft eru það börnin sjálf, þau á unglingsaldri, sem bera sig eftir aðstoð, t.d. í gegnum samfélagsmiðla. „Það eru aðeins foreldrarnir sjálfir sem eiga tækifæri á að ná börnunum til baka. Við hjálpum þeim að undirbúa aðferðirnar, veitum þeim fjárhagslegan stuðning og leiðbeinum þeim með nákvæmt orðlag til að nota í samskiptum við yfirvöld á landamærum,“ segir Lukashov.

Yfir 6 þúsund börn hafa misst foreldraumsjón

Yfir sjö milljónir barna búa í Úkraínu og líða fyrir innrás Rússa. Yfir 6 þúsund börn hafa misst foreldraumsjón sína síðan innrásin hófst og hefur starfsemi SOS Barnaþorpanna verið efld til muna í landinu. „Þetta er mesta umfang barnahörmunga sem við höfum upplifað í okkar starfi,“ segir Darya Kasyanova, verkefnisstjóri hjá SOS Barnaþorpunum í Úkraínu.

Fyrir innrás Rússa voru um eitt þúsund börn undir eftirliti eða í umsjá SOS Barnaþorpanna í Úkraínu. Nú eru þau yfir 25 þúsund. SOS Barnaþorpin á Íslandi ákváðu í mars sl. að bjóða Íslendingum að gerast mánaðarlegir styrktaraðilar fyrir SOS í Úkraínu.

Nýlegar fréttir

SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS
13. jan. 2025 Almennar fréttir

SOS neyðarvinur - ein styrktarleið fyrir alla neyðaraðstoð SOS

Neyðin í heiminum hefur sjaldan verið meiri og útbreiddari og neyðaraðgerðum SOS Barnaþorpanna fer fjölgandi. SOS á Íslandi hefur því ákveðið að sameina framlög til neyðaraðgerða samtakanna undir eina...

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
20. des. 2024 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...