Fréttayfirlit 14. september 2022

Neyðarsafnanir fyrir Afríkuhorn og Pakistan

Neyðarsafnanir fyrir Afríkuhorn og Pakistan


Öfgar í veðurfari eru að valda mikilli þjáningu fólks víða um heim, sérstaklega á Horni Afríku þar sem hungursneyð vofir yfir vegna þurrka og í Pakistan vegna flóða eftir monsúnrigningar. SOS Barnaþorpin hafa starfað á báðum þessum svæðum í tugi ára og það gerir okkur kleift að bregðast strax við hamförum af þessu tagi.

Lestu sögu móður í Kenía: Börnin fá nokkur hrísgrjón á dag

Neyðarsöfnun

Umræddar hamfarir eru af slíkri stærðargráðu að umbylta þarf allri núverandi mannúðaraðstoð okkar með tilheyrandi kostnaði. Almenningi er gefinn kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar og hefur neyðarsöfnununum verið hrundið af stað fyrir bæði þessi svæði.

Styrkja: Neyð á Horni Afríku
Styrkja: Neyð í Pakistan

Hungursneyð vofir yfir í Kenía, Eþíópíu, Sómalíu og Sómalílandi þar sem nú eru verstu þurrkar sem geisað hafa í 40 ár. Hungursneyð vofir yfir í Kenía, Eþíópíu, Sómalíu og Sómalílandi þar sem nú eru verstu þurrkar sem geisað hafa í 40 ár.

SOS Barnaþorpin eiga í góðu samstarfi við önnur hjálparsamtök á staðnum og sem fyrr er höfuðáhersla SOS á velferð barna og fjölskyldna þeirra en um leið að mæta grunnþörfum fólks í lífshættu.

Við get­um kannski ekki hjálp­að öll­um en all­ir geta hjálp­að ein­hverj­um.

Í fyrsta skipti eru SOS Barnaþorpin á Íslandi nú með þrjár safnafnir í gangi á sama tíma vegna mannúðaraðstoðar. Eins og áður hefur verið fjallað um hefur starfsemi samtakanna einnig verið efld vegna ástandsins í Úkraínu og nágrannalöndum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Styrkja: Neyð í Úkraínu

Hvernig við hjálpum

Nýlegar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...