Fréttayfirlit 3. október 2022

10 milljónir króna til Pakistan

10 milljónir króna til Pakistan

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að leggja 10 milljónir króna til neyðaraðgerða í þágu barna og fjölskyldna þeirra í Pakistan. Neyðarástand ríkir í Pakistan vegna mestu flóða sem þar hafa orðið í meira en áratug og hjálparþörfin er gríðarleg.

Íslendingum gefst nú kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar með því að taka þátt í neyðarsöfnuninni hér.

Flóðin hafa hrifið með sér heilu húsin og umferðarmannvirki, 30 stíflur hafa brostið og nærri ein milljón nautgripa drepist en það síðastnefnda hefur sérstaklega alvarleg áhrif á lífsviðurværi fólks. Flóðin hafa hrifið með sér heilu húsin og umferðarmannvirki, 30 stíflur hafa brostið og nærri ein milljón nautgripa drepist en það síðastnefnda hefur sérstaklega alvarleg áhrif á lífsviðurværi fólks.

35 milljónir manna án skjóls

Hamfarirnar hafa mest áhrif á fátækustu samfélög landsins. Um 1500 manns, þar af um 500 börn, hafa farist og 35 milljónir manna eru án skjóls af völdum flóðanna eftir monsúnrigningar „á sterum" eins og Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna orðar það. Þriðjungur alls landsins er á kafi í vatni enda hefur úrkoman mælst 400% meiri en meðaltal síðustu 30 ára.

SOS Barnaþorpin í Pakistan síðan 1975

SOS Barnaþorpin hafa starfað með börnum og fjölskyldum þeirra í Pakistan síðan 1975. Samtökin hafa á þessum tíma komið upp innviðum sem gerir okkur kleift að bregðast strax við hamförum sem dynja reglulega á þjóðinni og bera kennsl á þá hópa sem eru í mestu neyðinni. Náttúruhamfarir sem þessar verða sífellt alvarlegri af völdum loftslagsbreytinga og hefur félagsleg eymd af þessum völdum einkum bitnað á börnum.

Svona hjálpum við

Neyðaraðgerðir SOS Barnaþorpanna í Pakistan fela í sér að efla alla mannúðaraðstoð til bæði skemmri og lengri tíma. Í forgangi er að:

  • tryggja aðgengi að neysluvatni og mat
  • efla núverandi mannúðarverkefni SOS í landinu
  • mæta grunnþörfum fólks til lífsbjargar
  • veita heilbrigðistþjónustu
  • koma í veg fyrir aðskilnað hjá barnafjölskyldlum
  • sameina sundraðar fjölskyldur
  • draga úr þjáningu fólks
  • verja umkomulaus börn fyrir fyrir misnotkun, ofbeldi og kynferðislegri misneytingu

Flóðin hafa hrifið með sér heilu húsin og umferðarmannvirki, 30 stíflur hafa brostið og nærri ein milljón nautgripa drepist en það síðastnefnda hefur sérstaklega alvarleg áhrif á lífsviðurværi fólks.

Allir í SOS barnaþorpum heilir á húfi

Í Pakistan eru fimmtán SOS barnaþorp og sambærileg umönnun og eru öll börn og starfsfólk heil á húfi. SOS Barnaþorpin hafa einnig reist sjö grunnskóla í landinu, fimm verkmenntaskóla, fimm félagsmiðstöðvar og tvær neyðarhjálparmiðstöðvar.

Jarðskjálfti í Marokkó

Jarðskjálfti í Marokkó

Jarðskjálfti í Marokkó

Jarðskjálfti (6,8) skók Marokkó. Mörg börn hafa misst foreldra sína. SOS Barnaþorpin eru á staðnum og hjálpa börnum og fjölskyldum í neyð. Vertu með okkur í að lina þjáningar.

Styrkja