SOS sögur 13.september 2022

Börnin fá nokkur hrísgrjón á dag

Börnin fá nokkur hrísgrjón á dag

Tveir litlir drengir eru að leika sér úti í bakandi heitri sólinni í þorpinu Marsabit í Kenía og móðir þeirra, Ntetari, fylgist með. Hún dáist að því hvað synir hennar hafa mikla orku í að hlaupa um því þeir hafa lítið sem ekkert fengið að borða í langan tíma. Þarna eru svo miklir þurrkar að allir nautgripir fjölskyldunnar hafa drepist og drengirnir fá því ekki lengur mjólk frá geitum og úlföldum sem viðheldur heilbrigði þeirra. Ntetari á fimm börn sem fá aðeins einn lítinn grjónaskammt á dag svo þau svelti ekki í hel.

Það er tómlegt um að litast í þorpinu því þar er varla lengur hægt að búa. Hungursneyð vofir yfir. Þurrkar hafa ekki verið meiri í Kenía, Eþíópíu og í Sómalíu í 40 ár. Rigningatímabilið hefur ekki látið á sér kræla í fjögur ár.

Við áttum nóg af öllu, geitur og úlfalda sem drápust öll í þurrkunum. Öll okkar innkoma og fæða voru byggð á nautgripunum. Missirinn hafði svo mikil áhrif á eiginmann minn að hann veiktist og dó. Ntetari
Þarna eru svo miklir þurrkar að allir nautgripir fjölskyldunnar hafa drepist. Þarna eru svo miklir þurrkar að allir nautgripir fjölskyldunnar hafa drepist.

Fólk deyr úr hungri

Fjölskyldur sem hafa misst allt reiða sig á fjárstuðning frá yfirvöldum. Þorpshöfðinginn, Nbabo, segir að alls níu gamalmenni hafi dáið úr hungri. „Þeir sterkustu lifa á vatni og litlum matarskömmtum en gamla fólkið er með lélegar tennur. Það getur ekki tuggið maís eða mat úr verslunum. Þau reiða sig aðallega á mjólk til að lifa af." Og naugripirnir sem framleiða mjólina eru ekki lengur til staðar.

Nbabo þekkir allar fjölskyldurnar í þorpinu og veit allt um þeirra hagi. Hann lítur við hjá Ntetari sem hefur horast mikið. „Ég var með meira hold á mínum beinum og hafði meiri styrk, en sjáðu mig núna," segir Ntetari.

Ég hugsa meira um börnin en mig sjálfa. Þau gráta af hungri þegar skammtarnir eru svona litlir og þá gef ég þeim minn skammt. Ntetari
Nbabo þorpshöfðingi kemur og athugar með Ntetari og börnin. Nbabo þorpshöfðingi kemur og athugar með Ntetari og börnin.

Hungur vofir yfir 22 milljónum

Ástandið heldur áfram að versna í 20 af þeim 23 sýslum sem þurrkarnir ná til í Kenía og hefur hættustigi verið lýst yfir í Marsibit og fimm öðrum sýslum. Fjórar milljónir manna þurfa á mataraðstoð að halda þarna og hálf milljón er á mörkum hungursneyðar. Áætlað er að hungur vofi yfir 22 milljónum manna á Horni Afríku. 

Gamall maður hnígur niður

Í miðju samtali milli Nbabo og Ntetari gengur fram hjá þeim gamall maður sem hnígur niður beint fyrir framan þau. „Þessi maður er búinn að vera of lengi úti í sólinni," segir Nbabo eftir að hann hefur kallað á hjálp til nærstaddra. „Hann er máttfarinn, svangur og þyrstur." Tveir menn koma aðvífandi og bera gamla manninn í skugga þar sem þeir gefa honum vatn. Nbabo hefur áhyggjur af því hversu mikinn toll þurrkarnir eru farnir að taka af samfélaginu. Þol fólks er á þrotum.

Ég er hræddur um að fleira fólk muni deyja ef við fáum ekki hjálp fljótlega. Nbabo, þorpshöfðingi.
Sjö ára dóttir Ntetari. Hún treystir nú á utanaðkomandi aðstoð, eins og svo mörg önnur börn og foreldrar þeirra í Kenía, svo þau svelti ekki í hel.. Sjö ára dóttir Ntetari. Hún treystir nú á utanaðkomandi aðstoð, eins og svo mörg önnur börn og foreldrar þeirra í Kenía, svo þau svelti ekki í hel..

Mestu þurrkar í 40 ár

Á svæðinu sem gjarn­an er nefnt Horn Afr­íku eru mestu þurrk­ar sem geis­að hafa í 40 ár og vof­ir hung­urs­neyð yfir í Eþí­óp­íu, Ken­ía, Sómal­íu og Sómalílandi. SOS Barnaþorpin hafa starfað í þessum löndum í tugi ára að velferð barna og fjölskyldna þeirra og eru meðal hjálparsamtaka sem sinna neyðaragerðum. Íslendingar geta lagt sín lóð á vogarskálarnar með framlögum í neyðarsöfnun SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Sjá líka: Stuðn­ing­ur frá SOS á Ís­landi vegna yf­ir­vof­andi hung­urs­neyð­ar í Afr­íku

Bræðurnir að leika sér úti í bakandi heitri sólinni. Bræðurnir að leika sér úti í bakandi heitri sólinni.
Neyð á Gaza

Neyð á Gaza

Neyð á Gaza

Styrktu neyðaraðgerðir SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Gaza í Palestínu. Þar ríkir mikil neyð. Tugþúsundir hafa látið lífið og fjöldi barna misst foreldra sína. SOS Barnaþorpin starfa á Gaza og eru í góðri aðstöðu til að hjálpa börnum þar.

Veldu eitt af boxunum hér fyrir neðan. Athugaðu að þú getur breytt fjárhæðinni (lágmarksupphæð er 1.000 krónur.)

0 kr Styrkja 2.500 kr á mánuði Styrkja 5.000 kr á mánuði