Fréttayfirlit 19. júlí 2022

Stuðningur frá SOS á Íslandi vegna yfirvofandi hungursneyðar í Afríku

Stuðningur frá SOS á Íslandi vegna yfirvofandi hungursneyðar í Afríku

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að leggja 11 milljónir króna til neyðaraðgerða SOS í Austur Afríku. Á þessu svæði sem gjarnan er nefnt Horn Afríku" eru mestu þurrkar sem geisað hafa í 40 ár og vofir hungursneyð yfir í Eþíópíu, Kenía, Sómalíu og Sómalílandi.

Í forgangi neyðaraðgerða SOS Barnaþorpanna er að mæta grunnþörfum fólksins svo koma megi í veg fyrir að fjölskyldur sundrist. Áhersla er einnig lögð á að sameina fjölskyldur sem þegar hafa sundrast og vernda börn fyrir vanrækslu og misnotkun og öðru ofbeldi. Bæði er gripið til aðgerða sem þörf er tafarlaust en einnig til lengri tíma litið.

Horn Afríku Horn Afríku

Vannærð börn

Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 16,7 milljónir manna búi nú þegar við fæðuóöryggi og þurfi á mataraðstoð að halda og óttast er að því fólki fjölgi upp í 20 milljónir í september. Óttast er að um 5,7 milljónir barna verði vannærðar á þessu ári og ef ástandið lagast ekki fljótlega muni sá fjöldi hækka upp í tæpar sjö milljónir barna.

7 milljónir búfjár hafa drepist

Síðustu fjögur regntímabil hafa brugðist með þeim afleiðingum að yfir sjö milljónir búfjár hafa drepist og uppskera brugðist. Ástandið er sérstaklega slæmt í Sómalíu þar sem 90 prósent landsvæðis er að þorna upp og rambar landið á barmi hungursneyðar.

Timoro (með svarta slæðu) er 6 barna móðir í Eþíópíu sem getur ekki gefið börnunum sínum að borða. Timoro (með svarta slæðu) er 6 barna móðir í Eþíópíu sem getur ekki gefið börnunum sínum að borða.

Stríðið í Úkraínu gerir illt verra

Matarverð fer síhækkandi á þurrkasvæðunum, þá einna helst vegna skorts á uppskeru og hækkandi verðs á alþjóðamarkaði, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu. Matarverð hefur mest hækkað í Eþíópíu eða um 66% sem gerir fátækustu fjölskyldunum ómögulegt að eiga fyrir lífsnauðsynjum.

„Hrædd um að við munum deyja"

„Ástandið er orðið lífshættulegt. Við fórum svöng að sofa í gærkvöldi og í morgun áttum við ekki morgunmat. Ég gerði sykurlaust te og við borðuðum ekkert í hádeginu. Ég er hrædd um að við munum deyja ef þetta heldur svona áfram," segir Timoro, 6 barna móðir í þorpinu Kelafo í Eþíópíu, ekki fjarri landamærunum að Sómalíu. Hún átti 16 nautgripi og 18 geitur og kindur áður en ástandið versnaði en aðeins tvær kýr eru eftir.

Von á meiri stuðningi frá Íslandi

Styrktaraðilar sem greiða stök framlög og valkröfur í heimabanka gera SOS Barnaþorpunum á Íslandi kleift að styðja við neyðaraðgerðir sem þessar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun á þessari stundu um að hefja sérstaka neyðarsöfnun vegna þurrkanna í Horni Afríku en miklar líkur eru á að SOS Barnaþorpin á Íslandi muni leggja til auknar fjárhæðir til að bregðast við þessari neyð.

Viljir þú leggja okkur lið bendum við á stök framlög hér á sos.is.

Neyð á Gaza

Neyð á Gaza

Neyð á Gaza

Styrktu neyðaraðgerðir SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Gaza í Palestínu. Þar ríkir mikil neyð. Tugþúsundir hafa látið lífið og fjöldi barna misst foreldra sína. SOS Barnaþorpin starfa á Gaza og eru í góðri aðstöðu til að hjálpa börnum þar. Þú getur annað hvort gefið stakt framlag eða gerst mánaðarlegur neyðarvinur.

Veldu eitt af boxunum hér fyrir neðan. Athugaðu að þú getur breytt fjárhæðinni (lágmarksupphæð er 1.000 krónur.)

Stakt framlag Styrkja 2.500 kr á mánuði Styrkja 5.000 kr á mánuði