Fréttayfirlit 9. september 2022

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar á Afríkuhorni

Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar á Afríkuhorni

SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja 11 milljónir króna til neyðaraðgerða á Horni Afríku. Þar eru mestu þurrk­ar sem geis­að hafa í 40 ár og vof­ir hung­urs­neyð yfir. Af þessu tilefni hafa SOS Barnaþorpin hrundið af stað neyðarsöfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Horni Afríku. SOS Barnaþorpin hafa starfað þarna í tugi ára að velferð barna og fjölskyldna þeirra. Við erum þar enn og verðum þar áfram.

Sjá líka:

Börnin fá nokkur hrísgrjón á dag

Stuðningur frá Íslandi

Neyðaraðgerðir SOS

Í for­gangi neyð­ar­að­gerða SOS Barna­þorp­anna er að mæta grunn­þörf­um fólks­ins svo koma megi í veg fyr­ir að fjöl­skyld­ur sundrist. Áhersla er einnig lögð á að sam­eina fjöl­skyld­ur sem þeg­ar hafa sundr­ast og vernda börn fyr­ir van­rækslu og mis­notk­un og öðru of­beldi. Bæði er grip­ið til að­gerða sem þörf er taf­ar­laust en einnig til lengri tíma lit­ið. Verið er að stækka öll verkefni okkar á svæðinu og felur það m.a. í sér:

  • Matvæli til fjölskyldna á vergangi
  • Vatn, hreinlætisaðgerðir og heilbrigðisþjónustu
  • Stuðningur við foreldra til viðhalda lífsviðurværi
Síð­ustu fjög­ur regn­tíma­bil hafa brugð­ist með þeim af­leið­ing­um að yfir sjö millj­ón­ir búfjár hafa drep­ist og upp­skera brugð­ist. Ástand­ið er sér­stak­lega slæmt í Sómal­íu þar sem 90 pró­sent land­svæð­is er að þorna upp og ramb­ar land­ið á barmi hung­urs­neyð­ar. Síð­ustu fjög­ur regn­tíma­bil hafa brugð­ist með þeim af­leið­ing­um að yfir sjö millj­ón­ir búfjár hafa drep­ist og upp­skera brugð­ist. Ástand­ið er sér­stak­lega slæmt í Sómal­íu þar sem 90 pró­sent land­svæð­is er að þorna upp og ramb­ar land­ið á barmi hung­urs­neyð­ar.

Vannæring vofir yfir milljónum barna

Aðgerðum er forgangsraðað með þeim markmiðum að bjarga lífi, draga úr mannlegri þjáningu og viðhalda mannlegri reisn barna sem eru ein á báti eða hafa orðið viðskila við foreldra. Ótt­ast er að um 5,7 millj­ón­ir barna verði vannærð­ar á þessu ári og ef ástand­ið lag­ast ekki fljót­lega muni sá fjöldi hækka upp í tæp­ar sjö millj­ón­ir barna.

Mannúðaraðstoð SOS Barnaþorpanna á staðnum er unnin í samstarfi við önnur alþjóðleg hjálparsamtök og tekur mið af þörfum hvers svæðis fyrir sig.

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að leggja 11 milljónir króna til neyðaraðgerðanna. SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að leggja 11 milljónir króna til neyðaraðgerðanna.

Stríðið í Úkraínu gerir illt verra

Matarverð fer síhækkandi á þurrkasvæðunum, þá einna helst vegna skorts á uppskeru og hækkandi verðs á alþjóðamarkaði, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu. Matarverð hefur mest hækkað í Eþíópíu eða um 66% sem gerir fátækustu fjölskyldunum ómögulegt að eiga fyrir lífsnauðsynjum.

Þú getur lagt þín lóð á vogarskálarnar með því taka þátt í neyðarsöfnuninni hér.

Neyð á Gaza

Neyð á Gaza

Neyð á Gaza

Styrktu neyðaraðgerðir SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Gaza í Palestínu. Þar ríkir mikil neyð. Tugþúsundir hafa látið lífið og fjöldi barna misst foreldra sína. SOS Barnaþorpin starfa á Gaza og eru í góðri aðstöðu til að hjálpa börnum þar.

Veldu eitt af boxunum hér fyrir neðan. Athugaðu að þú getur breytt fjárhæðinni (lágmarksupphæð er 1.000 krónur.)

Stakt framlag Styrkja 2.500 kr á mánuði Styrkja 5.000 kr á mánuði