Fréttayfirlit 8. september 2021

SOS á Íslandi framlengir um tvö ár í Eþíópíu

SOS á Íslandi framlengir um tvö ár í Eþíópíu

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa undirritað nýjan styrktarsamning við Utanríkisráðuneytið vegna framlenginga á tveimur verkefnum og er annað þeirra fjölskyldueflingin í Eþíópíu.

Rúmar 44 milljónir styrkupphæðarinnar renna í fjölskyldueflingu okkar í Tulu Moye, þ.e. Iteya og nágrenni. Þar hjálpum við barnafjölskyldum í sárafátækt að standa á eigin fótum með því markmiði að þær verði sjálfbærar. Þannig drögum við úr hættunni á að aðskilnaði og eflum foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin og þau stundað nám.

Verkefni okkar í Eþíópíu hófst árið 2018 og átti að renna út í lok þessa árs en nú hefur það verið framlengt út desember 2023. Þar hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra. Mjög stutt er í að fyrstu fjölskyldurnar útskrifist úr fjölskyldueflingunni og til að hámarka árangurinn ákváðum við að framlengja verkefnið um tvö ár. Hætt er við að mikil vinna hefði farið í súginn ef við hefðum látið staðar numið nú í árslok.

Styrkur Utanríkisráðuneytisins er kr. 44.519.329 en mótframlag SOS á Íslandi er kr. 11.129.832. Mótframlagið er fjármagnað með framlögum mánaðarlegra styrktaraðila sem nefnast SOS-fjölskylduvinir.

Sjá einnig:

88% segja lífsgæði sín betri

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...