Fréttayfirlit 8. september 2021

SOS á Íslandi framlengir um tvö ár í Eþíópíu

SOS á Íslandi framlengir um tvö ár í Eþíópíu

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa undirritað nýjan styrktarsamning við Utanríkisráðuneytið vegna framlenginga á tveimur verkefnum og er annað þeirra fjölskyldueflingin í Eþíópíu.

Rúmar 44 milljónir styrkupphæðarinnar renna í fjölskyldueflingu okkar í Tulu Moye, þ.e. Iteya og nágrenni. Þar hjálpum við barnafjölskyldum í sárafátækt að standa á eigin fótum með því markmiði að þær verði sjálfbærar. Þannig drögum við úr hættunni á að aðskilnaði og eflum foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin og þau stundað nám.

Verkefni okkar í Eþíópíu hófst árið 2018 og átti að renna út í lok þessa árs en nú hefur það verið framlengt út desember 2023. Þar hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra. Mjög stutt er í að fyrstu fjölskyldurnar útskrifist úr fjölskyldueflingunni og til að hámarka árangurinn ákváðum við að framlengja verkefnið um tvö ár. Hætt er við að mikil vinna hefði farið í súginn ef við hefðum látið staðar numið nú í árslok.

Styrkur Utanríkisráðuneytisins er kr. 44.519.329 en mótframlag SOS á Íslandi er kr. 11.129.832. Mótframlagið er fjármagnað með framlögum mánaðarlegra styrktaraðila sem nefnast SOS-fjölskylduvinir.

Sjá einnig:

88% segja lífsgæði sín betri

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...