Fréttayfirlit 14. september 2022

Neyðarsafnanir fyrir Afríkuhorn og Pakistan

Neyðarsafnanir fyrir Afríkuhorn og Pakistan


Öfgar í veðurfari eru að valda mikilli þjáningu fólks víða um heim, sérstaklega á Horni Afríku þar sem hungursneyð vofir yfir vegna þurrka og í Pakistan vegna flóða eftir monsúnrigningar. SOS Barnaþorpin hafa starfað á báðum þessum svæðum í tugi ára og það gerir okkur kleift að bregðast strax við hamförum af þessu tagi.

Lestu sögu móður í Kenía: Börnin fá nokkur hrísgrjón á dag

Neyðarsöfnun

Umræddar hamfarir eru af slíkri stærðargráðu að umbylta þarf allri núverandi mannúðaraðstoð okkar með tilheyrandi kostnaði. Almenningi er gefinn kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar og hefur neyðarsöfnununum verið hrundið af stað fyrir bæði þessi svæði.

Styrkja: Neyð á Horni Afríku
Styrkja: Neyð í Pakistan

Hungursneyð vofir yfir í Kenía, Eþíópíu, Sómalíu og Sómalílandi þar sem nú eru verstu þurrkar sem geisað hafa í 40 ár. Hungursneyð vofir yfir í Kenía, Eþíópíu, Sómalíu og Sómalílandi þar sem nú eru verstu þurrkar sem geisað hafa í 40 ár.

SOS Barnaþorpin eiga í góðu samstarfi við önnur hjálparsamtök á staðnum og sem fyrr er höfuðáhersla SOS á velferð barna og fjölskyldna þeirra en um leið að mæta grunnþörfum fólks í lífshættu.

Við get­um kannski ekki hjálp­að öll­um en all­ir geta hjálp­að ein­hverj­um.

Í fyrsta skipti eru SOS Barnaþorpin á Íslandi nú með þrjár safnafnir í gangi á sama tíma vegna mannúðaraðstoðar. Eins og áður hefur verið fjallað um hefur starfsemi samtakanna einnig verið efld vegna ástandsins í Úkraínu og nágrannalöndum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Styrkja: Neyð í Úkraínu

Hvernig við hjálpum

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Almennar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...