Fréttayfirlit 15. maí 2019

TINNA hlýtur Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna

TINNA hlýtur Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna


TINNA, fjölskylduefling í Breiðholti á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, hlaut í dag Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna á Íslandi á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, afhenti viðurkenninguna sem veitt er til að heiðra og vekja athygli á framúrskarandi góðu starfi hér á landi í þágu barnafjölskyldna.

„TINNA endurspeglar gildi SOS Barnaþorpanna um mikilvægi fjölskyldunnar og að börn geti alist upp í ástríku og öruggu umhverfi. Starfsfólk TINNU vinnur persónulegt og óeigingjarnt starf, oft utan hefðbundins vinnutíma, í þágu barnafjölskyldna í Breiðholti. Fjölskylduefling er einn af stærstu þáttunum í starfsemi SOS Barnaþorpanna og hefur komið í veg fyrir aðskilnað hundruð þúsunda barna frá foreldrum sínum í 126 löndum,“ segir í umsögn valnefndar.

TINNA er tilraunaverkefni sem sett var á laggirnar árið 2016 í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Verkefnið heyrir undir þjónustumiðstöð Breiðholts og er staðsett í fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi.
Tilgangur TINNU-verkefnisins er að auka lífsgæði foreldra og barna, rjúfa vítahring fátæktar og um leið félagslega arfinn þ.e. að auka líkurnar á að börnum þessara foreldra vegni betur í framtíðinni en foreldrunum.

Í valnefnd SOS fyrir viðurkenninguna eru: Drífa Sigfúsdóttir og Sigrún Júlíusdóttir, þaulreyndar í störfum sem varða málefni fjölskyldunnar, Nichole Leigh Mosty, fulltrúaráði SOS Barnaþorpanna á Íslandi og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS.

Verkefnisstjóri TINNU er Þuríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi. Ásamt henni á myndinni eru Marta Joy Hermannsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir og Diljá Kristjánsdóttir. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra afhenti þeim viðurkenninguna fyrir SOS Barnaþorpin. Verkefnisstjóri TINNU er Þuríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi. Ásamt henni á myndinni eru Marta Joy Hermannsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir og Diljá Kristjánsdóttir. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra afhenti þeim viðurkenninguna fyrir SOS Barnaþorpin.

Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna er nú veitt fjórða árið í röð en hana hafa áður hlotið;

Miðstöð foreldra og barna (2016)
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum (2017)
Kennarar (2018)

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...