Fréttayfirlit 15. maí 2017

Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna veitt í annað sinn

Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna var afhent í annað sinn í dag, á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.

Viðurkenninguna fengu Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum fyrir að að berjast gegn birtingu ólöglegra áfengisauglýsinga og bættu auglýsingasiðferði með sérstaka áherslu á vernd barna og unglinga.

Í valnefnd sátu Drífa Sigfúsdóttir, sjálfstætt starfandi mannauðsráðgjafi, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna-og fjölskylduvernd HÍ, Aðalsteinn Sigfússon, Félagsmálastjóri Kópavogsbæjar og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra veitti viðurkenninguna sem er ætlað að vekja athygli á góðu starfi en ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.

Nýlegar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
29. sep. 2024 Almennar fréttir

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.