Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna veitt í fyrsta skipti
Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna var afhent í fyrsta skipti á alþjóðadegi barna, þann 20. nóvember. Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.
Viðurkenninguna fékk Miðstöð foreldra og barna fyrir að vekja athygli á mikilvægi tengslamyndunar ungbarna og foreldra þeirra, en miðstöðin sérhæfir sig í tengslaeflandi meðferð fyrir verðandi foreldra og foreldra með ungabörn.
SOS Barnaþorpin þekkja vel þá áskorun að byggja upp tengslamyndun SOS mæðra (fósturforeldra) og þeirra ungu barna sem samtökunum hefur verið treyst fyrir. Takist ekki að mynda heilbrigð tengsl getur það leitt til þess að barnið verði óöruggt og vantreysti getu foreldrisins til að vernda það og mæta þörfum þess. Því er sú tengslamyndun sem Miðstöð foreldra og barna vinnur að afar mikilvæg fyrir fjölskyldur og ber að vekja athygli á því góða starfi sem miðstöðin vinnur.
Í valnefnd sátu Drífa Sigfúsdóttir, Rekstrarstjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna-og fjölskylduvernd HÍ, Aðalsteinn Sigfússon, Félagsmálastjóri Kópavogsbæjar og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.
Viðurkenninguna veitti Eliza Reid forsetafrú og Velgjörðarsendiherra SOS.
Viðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á góðu starfi og ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.
Nýlegar fréttir
SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.