Fréttayfirlit 23. nóvember 2016

Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna veitt í fyrsta skipti

Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna var afhent í fyrsta skipti á alþjóðadegi barna, þann 20. nóvember. Með viðurkenningunni vilja SOS Barnaþorpin vekja athygli á einstaklingum, hópum, fyrirtækjum og samtökum sem starfa í þágu fjölskyldna á Íslandi og/ eða vekja athygli á málefnum fjölskyldunnar.

Viðurkenninguna fékk Miðstöð foreldra og barna fyrir að vekja athygli á mikilvægi tengslamyndunar ungbarna og foreldra þeirra, en miðstöðin sérhæfir sig í tengslaeflandi meðferð fyrir verðandi foreldra og foreldra með ungabörn.

SOS Barnaþorpin þekkja vel þá áskorun að byggja upp tengslamyndun SOS mæðra (fósturforeldra) og þeirra ungu barna sem samtökunum hefur verið treyst fyrir. Takist ekki að mynda heilbrigð tengsl getur það leitt til þess að barnið verði óöruggt og vantreysti getu foreldrisins til að vernda það og mæta þörfum þess. Því er sú tengslamyndun sem Miðstöð foreldra og barna vinnur að afar mikilvæg fyrir fjölskyldur og ber að vekja athygli á því góða starfi sem miðstöðin vinnur.

Í valnefnd sátu Drífa Sigfúsdóttir, Rekstrarstjóri Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna-og fjölskylduvernd HÍ, Aðalsteinn Sigfússon, Félagsmálastjóri Kópavogsbæjar og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Viðurkenninguna veitti Eliza Reid forsetafrú og Velgjörðarsendiherra SOS.

Viðurkenningunni er ætlað að vekja athygli á góðu starfi og ekki er um fjárhagsstyrk að ræða.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...