Fréttayfirlit 15. maí 2018

SOS Barnaþorpin heiðra kennara

SOS Barnaþorpin heiðra kennara

Alþjóðlegur dagur fjölskyldunnar er í dag þriðjudaginn 15. maí og af því tilefni var hin árlega fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna afhent í þriðja sinn. Að þessu sinni heiðra samtökin kennara í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum sem vinna óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra veitti viðurkenninguna.

Í umsögn valnefndar segir að kennarar vinni óeigingjarnt starf í þágu fjölskyldna sem jafnvel er unnið utan hefðbundins vinnutíma, til dæmis með aðkomu að fjölskylduvandamálum. Það felst m.a. í samtölum við foreldra, ráðgjöf, aðstoð við heimanám, koma málum í farveg o.m.fl. til að styðja við fjölskylduna.

SOS Barnaþorpin eru stærstu einkareknu barnahjálparsamtökin í heiminum sem sérhæfa sig í að útvega yfirgefnum börnum heimili, foreldra og systkini.

Þeir kennarar sem veittu viðurkenningunni móttöku eru;

*fyrir hönd leikskólakennara, Vilborg Guðný Valgeirsdóttir frá leikskólanum Vallarseli á Akranesi,
*fyrir hönd grunnskólakennara, Íris Dröfn Halldórsdóttir frá Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ og Birna Björk Reynisdóttir frá Egilsstaðaskóla,
*fyrir hönd framhaldsskólakennara, Mark Andrew Zimmer frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Í valnefndinni eru:
*Drífa Sigfúsdóttir, mannauðsráðgjafi
*Sigrún Júlíusdóttir, prófessor í félagsráðgjöf við HÍ
*Nichole Leigh Mosty, verkefnastjóri hjá fjölskyldumiðstöð Breiðholts
*Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...