Fréttayfirlit 23. desember 2019

Lopapeysurnar afhentar í Rúmeníu

Lopapeysurnar afhentar í Rúmeníu

Börnin, ungmennin, starfsfólkið og SOS mömmurnar í SOS barnaþorpinu í Hemeius í Rúmeníu réðu sér vart fyrir kæti þegar þau fengu afar veglega gjöf frá Íslandi nú skömmu fyrir jól. 57 lopapeysur sem Guðrún Kristinsdóttir á Húsavík prjónaði fyrir alla í barnaþorpinu voru afhendar með viðhöfn á ungmennaheimili barnaþorpsins.

Ungmennin opnuðu kassana með peysunum þar sem einnig blöstu við myndabók um Húsavík og nágrenni, bréf frá Guðrúnu og þvottaleiðbeiningar fyrir lopapeysurnar. Cosmina, SOS dóttir Guðrúnar, býr einnig á ungmennaheimilinu en hún gat ekki verið viðstödd úthlutunina vegna vinnu. Hún hefur nú fengið sína peysu afhenda og yngstu börnin líka.

SOS Barnaþorpin í Rúmeníu útveguðu SOS á Íslandi stærðarnúmer allra barna, ungmenna, SOS-mæðra og starfsfólks í barnaþorpinu og allir voru hæstánægðir. Fyrstu úthlutanirnar fóru fram á tveimur heimilinum á ungmennasvæðinu og eru meðfylgjandi myndir þaðan. Þegar allir voru komnir í peysur fóru ungmennin út í garð að skreyta jólatré og daginn eftir var farið í peysunum á skautasvell.

Ungmennin eru nýflutt í nýtt húsnæði í borginni Bacau skammt frá þar sem aðstæður eru mun betri en á gamla staðnum. Á ungmennaheimilinu búa táningar sem hafa alist upp í barnaþorpinu en eru nú að búa sig undir fullorðinsárin og að standa á eigin fótum. Þau fá aukna ábyrgð og hugsa meira um sig sjálf.

SOS Barnaþorpin vilja færa DHL á Íslandi innilegar þakkir fyrir að veita samtökunum ríflegan afslátt af sendingargjaldinu fyrir lopapeysurnar.

Fjallað var um afhendinguna í fréttum Ríkissjónvarpsins.

Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
16. maí 2023 Almennar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
12. maí 2023 Almennar fréttir

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð

Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnu­staða­könn­un V.R. og hljóta þar með titilinn Fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í flokki lít­illa fyr­ir­tækja.