Framlög styrktarforeldra á Google korti
SOS-styrktarforeldrar og Barnaþorpsvinir geta séð á Google korti hér á heimasíðu SOS hvert framlög þeirra eru send og staðsetningar þeirra SOS barnaþorpa sem fá stuðning frá Íslandi.
SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja mikla áherslu á gagnsæi því við lítum svo á að styrktaraðilar eigi fullan rétt á að vita hvert og hvernig framlögum þeirra er ráðstafað. Heildarframlög Styrktarforeldra og Barnaþorpsvina árið 2018 voru 432 milljónir króna til barna og þorpa í 107 löndum.
Hægt er að skoða framlög eftir ártölum á kortinu sem sjá má hér. Hægt er að þysja inn á kortinu til að stækka landssvæðin og smella á viðkomandi þorp til að sjá upplýsingar um framlögin.
Nýlegar fréttir
SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.