Hvert fara framlögin

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sett upp Google kort sem sýnir með einföldum hætti hvert framlög íslenskra íslenskra styrktarforeldra og barnaþorpsvina fara. Ásamt því að skoða staðsetningu, útlit og umhverfi þorpanna geta stuðningsaðilar séð upplýsingar um framlög og peningagjafir til barnanna. Þetta eru 433 þorp víðsvegar um heiminn í 108 löndum. Alls voru framlög íslenskra styrktarforeldra 431,9 milljónir króna árið 2018.