Fyrir Fjölskylduvini SOS

Hér geta Fjölskylduvinir SOS Barnaþorpanna nálgast allar fréttir og upplýsingar um Fjölskyldueflingu samtakanna. Fjölskylduefling SOS gengur út á að aðstoða sárafátækar barnafjölskyldur til sjálfbærni og sjálfstæðis, gera þeim kleift að mæta grunnþörfum barna sinna og stuðlar að menntun barnanna og foreldranna.

SOS á Íslandi fjármagnar eitt slíkt verkefni, í Eþíópíu, með stuðningi Utanríkisráðuneytisins. Skjólstæðingar okkar þar eru um 1600 manns, börn, ungmenni og foreldrar þeirra. Mótframlag SOS er fjármagnað af almennum styrktaraðilum SOS sem nefnast Fjölskylduvinir. Þeir ráða sjálfir upphæðinni sem þeir greiða mánaðarlega. Á heimsvísu eru SOS Barnaþorpin með 575 Fjölskyldueflingarverkefni sem hjálpa hálfri milljón manna. Á annað þúsund Íslendinga eru SOS-fjölskylduvinir.

Fjölskylduefling SOS

Eldri fréttir