SOS sög­ur 1.ágúst 2018

Nið­ur­brot­inn yfir því að kom­ast ekki í skóla

Fjöl­skyldu­efl­ing SOS Barna­þorp­anna geng­ur út á að fá­tæk­ar barna­fjöl­skyld­ur á svæði í ná­grenni barna­þorps fá að­stoð frá sam­tök­un­um til sjálfs­hjálp­ar, það er að sjá fyr­ir börn­um sín­um og mæta grunn­þörf­um þeirra. SOS á Ís­landi fjár­magn­ar nú tvö fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni, eitt í Perú og ann­að í Eþí­óp­íu. Það síð­ar­nefnda hófst 18. janú­ar sl. á Tulu Moye svæð­inu í 175 km fjar­lægð frá höf­uð­borg­inni Add­is Ababa. Þar hafa ver­ið vald­ar 556 fjöl­skyld­ur sem lifa í sára­fá­tækt og tekn­ar inn í verk­efn­ið en í þeim eru 1633 börn und­ir 18 ára aldri. Fólk býr þar við bág­born­ar að­stæð­ur og þarf svo sann­ar­lega á að­stoð okk­ar að halda.

Nið­ur­brot­inn yfir því að kom­ast ekki í skóla

Taye er 17 ára strák­ur sem hef­ur áhyggj­ur af fram­tíð sinni því for­eldr­ar hans hafa ekki leng­ur efni á mennt­un fyr­ir hann. Hann á fimm yngri systkini sem for­eldr­arn­ir þurfa líka að fæða og klæða. Þar að auki þarf Taye að afla tekna fyr­ir heim­il­ið. „Ég veit að for­eldr­ar mín­ir eru að reyna sitt besta en líf­ið er erfitt án pen­inga. Ég er nið­ur­brot­inn yfir því að kom­ast ekki í mennta­skóla.“ sagði Taye í sam­tali við starfs­mann SOS Barna­þorp­anna sem sá augu hans fyll­ast af tár­um.
Taye á sér þann draum að verða lækn­ir og sá draum­ur get­ur nú ræst með að­stoð fjöl­skyldu­efl­ing­ar­inn­ar. „Ég vil verða lækn­ir því það er skort­ur á þeim hér í Eþí­óp­íu. Svo marg­ar kon­ur deyja af barns­för­um og ég vil hjálpa til við að draga úr þeirri dán­ar­tíðni.“

Taye vinn­ur með pabba sín­um við að út­búa mold til hús­bygg­inga.

Sér­þjálf­að starfs­fólk

SOS Barna­þorp­in hafa þjálf­að starfs­fólk í að hjálpa þess­um fjöl­skyld­um í Tulu Moye og felst verk­efn­ið m.a. í styðja þær til sjálf­bærni. Áhersla er lögð á börn­in fái mennt­un, fjöl­skyld­ur fá fag­lega að­stoð við að auka tekju­mögu­leika sína, með­al ann­ars með nám­skeið­um í rekstr­ar­hátt­um og fjár­mála­læsi. Þá er þeim gert kleift að taka lán á lág­um vöxt­um til að eiga fyr­ir grunn­þörf­um barn­anna. Reikna má með að fjöl­skylda Taye muni með að­stoð fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS kom­ast á rétt­an kjöl inn­an þriggja ára.

Móð­ir Taye heit­ir Eme­bet og er 32 ára. Hún hef­ur haft tekj­ur af því að baka flat­brauð og fað­ir hans vinn­ur við með­höndl­un á mold til húsa­bygg­inga en tekj­urn­ar duga skammt. „Mín von er að SOS teym­ið muni hjálpa mér við að koma upp fjár­rækt. Ég stefni á að leggja fyrsta sparn­að­inn í rekst­ur­inn til að leggja grunn að hagn­aði. Eft­ir það ætla ég að koma börn­un­um til mennta og kaupa nær­ing­ar­rík­an mat en ég hef ekki haft efni á því.“ seg­ir Eme­bet.

Í fjötr­um fá­tækt­ar vegna skorts á mennt­un

Tadese Abebe, fram­kvæmda­stjóri verk­efn­is fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS í Tulu Moey, seg­ir að stærsta ástæð­an fyr­ir fá­tækt fjöl­skyldna á svæð­inu sé skort­ur á mennt­un. „Flest­ar fjöl­skyld­urn­ar eru í þess­ari stöðu vegna þess að for­eldr­arn­ir eru ólæs­ir, óskrif­andi og lít­ið mennt­að­ir.“

Þú get­ur hjálp­að

Fjölskyldueflingunni er haldið upp af Fjölskylduvinum SOS Barnaþorpanna. Til að gerast SOS-fjölskylduvinur getur þú annað hvort hringt á skrifstofu samtakanna í Kópavogi í síma 564 2910 eða einfaldlega farið inn á heimasíðuna sos.is og val­ið þar að greiða frá 1.000 krón­um á mán­uði upp í hærri fjár­hæð­ir.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr