Gerast fjölskylduvinur

Með því að styrkja SOS Barnaþorpin ert þú að nýta þér yfir sextíu ára reynslu samtakanna við að hlúa að umkomulausum börnum og gera heiminn betri.

Þú getur komið í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra með mánaðarlegu framlagi að eigin vali.

Fjölskylduvinir styrkja Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna og aðstoða þannig sárafátækar fjölskyldur í leið sinni að sjálfbærni og sjálfstæði. Að lágmarki 80% upphæðarinnar renna óskipt til verkefna. Að hámarki 20% framlagsins er nýtt í þjónustu við fjölskylduvini og öflun nýrra.

Sem fjölskylduvinur SOS:

  • Hjálpar þú foreldrum að mæta grunnþörfum barna sinna
  • Stuðlar þú að menntun barna og foreldra
  • Hjálpar þú illa stöddum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar