
CoreData
CoreData Solutions ehf. er íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar og rekur CoreData lausnirnar í skýinu með mánaðarlegri áskrift. Lausnir CoreData eru málaskrár- og skjala- og verkefnastjórnunarkerfi, Stjórnarvefgátt, Gagnaherbergi, Samningakerfi, Eignasýn – tenging verkefna og skjala við eignir, Umsóknarkerfi, Rafræn skil til Þjóðskjalasafns / Héraðsskjalasafna og býður upp á rafrænar undirritanir í lausn sinni.
CoreData hefur verið á markaðnum síðan árið 2009 og er sveigjanlegt / skalanlegt og hentar þar af leiðandi minni og stærri fyrirtækjum, sveitarfélögum og stofnunum. Markmið CoreData er að veita framúrskarandi þjónustu og styðja við stafrænu skrifstofuna þar sem gögn eru örugg og aðgengileg hvaðan sem er og hvenær sem er. CoreData Solutions ehf. er dótturfélag Wise lausna hf.