Heyrðu í okkur

Af hverju að gerast Velgjörðafyrirtæki?

Að gerast Velgjörðafyrirtæki getur haft jákvæða kosti í för með sér. Í því sambandi ber helst að nefna að þú styður við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, ánægja starfsmanna og tryggð viðskiptavina kann að aukast, þú stuðlar að vitundarvakningu, sala kann að aukast og fyrirtækið þitt er samfélagslega ábyrgt.

Hvað fæ ég sem Velgjörðafyrirtæki?

Öll Velgjörðafyrirtæki fá tengilið hjá SOS Barnaþorpunum sem mun rækta samband við viðkomandi fyrirtæki og boð á árlegan fund tileinkuðum Velgjörðafyrirtækjum SOS Barnaþorpanna. Við undirritun samstarfssamnings fær fyrirtækið innrammaða staðfestingu um að fyrirtækið sé Velgjörðafyrirtæki SOS. Í upphafi samstarfs mun SOS fjalla um samstarfið á sínum miðlum. Velgjörðafyrirtækjum er velkomið að nota "Velgjörðafyrirtækjastimpil" á vefsíðu sinni. Nafn og merki Velgjörðafyrirtækja kemur til með að birtast á vefsíðu SOS Barnaþorpanna (fyrirtækjasvæði) og merki fyrirtækis mun birtast í SOS-fréttablaði.

Hvernig verkefni styrki ég?

SOS Barnaþorpin veita fyrst og fremst munaðarlausum og yfirgefnum börnum staðgengil fyrir þá fjölskyldu sem þau hafa misst. SOS á Íslandi fjármagnar auk þess nokkur neyðaraðstoðar- og umbótaverkefni sem lúta að velferð barna og ungmenna í bágstöddum aðstæðum. Saman skoðum við hvaða möguleikar henta þínu fyrirtæki best.

Viltu vita meira?

Skráðu þitt fyrirtæki hér að neðan og við höfum samband við þig um hæl. Saman skoðum við hvaða möguleikar henta þínu fyrirtæki.