Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpanna

Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpanna

Betri heim fyrir öll börn

Velgjörðafyrirtæki SOS hafa jákvæð áhrif á líf munaðarlausra barna og sárafátækra barnafjölskyldna. Börn um allan heim skortir ekki hæfileika heldur tækifæri. Það er í okkar höndum að veita börnum tækifæri og skapa þannig betri heim og bjartari framtíð fyrir öll börn.

Hvað er velgjörðafyrirtæki?

Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpanna á Íslandi sýna samfélagslega ábyrgð og stuðla að framgangi átta heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem SOS Barnaþorpin vinna að framgangi að með margþættu starfi. Að bera þennan titil er yfirlýsing viðkomandi fyrirtækis um að það geri heiminn betri fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn og stuðli að betra lífi fyrir sárafátækar barnafjölskyldur. Velgjörðafyrirtæki styrkir SOS Barnaþorpin með framlagi sem nemur að minnsta kosti 500.000 krónum á ári og hefur heimild til að merkja sig sem slíkt á opinberum vettvangi.

Velgjörðafyrirtæki er fyrirtæki sem:

  • lætur sig varða velferð barna
  • vill láta gott af sér leiða og veita börnum tækifæri til betra lífs
  • vill stuðla að jöfnum tækifærum barna óháð trú, uppruna og búsetu
  • vinnur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun

Í gegnum margþætt starf á heimsvísu stuðla SOS Barnþorpin að framgangi átta Heimsmarkmiða (1,3,4,5,8,10,16 og 17). Þar af eru fimm Heimsmarkmið miðlæg í starfi samtakanna, þ.e. markmið um enga fátækt, menntun fyrir alla, góða atvinnu, aukinn jöfnuð og frið og réttlæti.

Velgjörðafyrirtæki SOS gerir sér grein fyrir því að heimurinn getur verið harður og misskipting mikil

Velgjörðafyrirtæki SOS skorast ekki undan né leiðir neyð barna hjá sér, sama hversu erfitt það kann að vera að horfast í augu við raunveruleikann.

Velgjörðafyrirtæki SOS leggur sitt af mörkum í þágu barna um allan heim. Þetta er fyrirtæki sem vill betri heim fyrir öll börn.

Það er í þínum höndum að gera heiminn betri fyrir alla sem í honum búa. Nelson Mandela (var dyggur stuðningsmaður SOS Barnaþorpanna og SOS-foreldri)
Af hverju að ger­ast Vel­gjörða­fyr­ir­tæki?

Að ger­ast Vel­gjörða­fyr­ir­tæki get­ur haft já­kvæða kosti í för með sér. Í því sam­bandi ber helst nefna að þú styð­ur við heims­markmið Sam­ein­uðu þjóð­anna, ánægja starfs­manna og tryggð við­skipta­vina kann að aukast, þú stuðl­ar að vit­und­ar­vakn­ingu, sala kann að aukast og fyr­ir­tæk­ið þitt er sam­fé­lags­lega ábyrgt.

Hvað fæ ég sem Vel­gjörða­fyr­ir­tæki?

Öll Vel­gjörða­fyr­ir­tæki fá tengi­lið hjá SOS Barna­þorp­un­um sem mun rækta sam­band við við­kom­andi fyr­ir­tæki. Boð á ár­leg­an fund til­eink­uð­um Vel­gjörða­fyr­ir­tækj­um SOS Barna­þorp­anna. Við und­ir­rit­un sam­starfs­samn­ings fær fyr­ir­tæk­ið inn­ramm­aða stað­fest­ingu um að fyr­ir­tæk­ið sé Vel­gjörða­fyr­ir­tæki SOS. Í upp­hafi sam­starfs mun SOS fjalla um sam­starf­ið á sín­um miðl­um. Vel­gjörða­fyr­ir­tækj­um er vel­kom­ið að nota "Vel­gjörða­fyr­ir­tækj­astimp­il" á vef­síðu sinni. Nafn og merki Vel­gjörða­fyr­ir­tækja kem­ur til með að birt­ast á vef­síðu SOS Barna­þorp­anna (fyr­ir­tækja­svæði) og merki fyr­ir­tæk­is mun birt­ast í SOS-frétta­blaði.

Hvernig verk­efni styrki ég?

SOS Barna­þorp­in veita fyrst og fremst mun­að­ar­laus­um og yf­ir­gefn­um börn­um stað­gengil fyr­ir þá fjöl­skyldu sem þau hafa misst. SOS á Ís­landi fjár­magn­ar auk þess nokk­ur neyð­ar­að­stoð­ar- og um­bóta­verk­efni sem lúta að vel­ferð barna og ung­menna í bág­stödd­um að­stæð­um. Sam­an skoð­um við hvaða mögu­leik­ar henta þínu fyr­ir­tæki best.

Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpanna
  • Heimstaden
  • Gleðipinnar
  • 66° Norður
  • Vettvangur