Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpanna

Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpanna

Betri heim fyrir öll börn

Velgjörðafyrirtæki SOS hafa jákvæð áhrif á líf munaðarlausra barna og sárafátækra barnafjölskyldna. Börn um allan heim skortir ekki hæfileika heldur tækifæri. Það er í okkar höndum að veita börnum tækifæri og skapa þannig betri heim og bjartari framtíð fyrir öll börn.

Það er í þínum höndum að gera heiminn betri fyrir alla sem í honum búa. Nelson Mandela (var dyggur stuðningsmaður SOS Barnaþorpanna og SOS-foreldri)

Hvað er velgjörðafyrirtæki?

Hermann Gmeiner, stofnandi SOS Barnaþorpanna. Hermann Gmeiner, stofnandi SOS Barnaþorpanna.

Að bera titilinn Velgjörðarfyrirtæki SOS Barnaþorpanna er yfirlýsing viðkomandi fyrirtækis um að það vilji gera heiminn betri fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn, og stuðla að betra lífi fyrir sárafátækar barnafjölskyldur. Velgjörðarfyrirtæki er fyrirtæki sem styrkir SOS Barnaþorpin með framlagi sem nemur a.m.k 500.000 kr. á ári.

Velgjörðafyrirtæki er fyrirtæki sem:

- lætur sig varða velferð barna

- vill láta gott af sér leiða og veita börnum tækifæri til betra lífs

- vill stuðla að jöfnum tækifærum barna óháð trú, uppruna og búsetu.

- sem vinnur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Í gegnum margþætt starf á heimsvísu stuðla SOS Barnþorpin að framgangi átta Heimsmarkmiða (1,3,4,5,8,10,16 og 17). Þar af eru fimm Heimsmarkmið miðlæg í starfi samtakanna, þ.e. markmið um enga fátækt, menntun fyrir alla, góða atvinnu, aukinn jöfnuð og frið og réttlæti.

Velgjörðafyrirtæki SOS gerir sér grein fyrir því að heimurinn getur verið harður og misskipting mikil

Velgjörðafyrirtæki SOS skorast ekki undan né leiðir neyð barna hjá sér, sama hversu erfitt það kann að vera að horfast í augu við raunveruleikann.

Velgjörðafyrirtæki SOS leggur sitt af mörkum í þágu barna um allan heim. Þetta er fyrirtæki sem vill betri heim fyrir öll börn.

Velgjörðafyrirtæki SOS Barnaþorpanna eru
  • Vettvangur
  • Epli