Svona gera þær heimagerð dömubindi

Fjölskyldueflingin okkar á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu snýr að mörgum þáttum sem lúta að því að efla þær sárafátæku barnafjölskyldur sem við erum að hjálpa. Liður í eflingunni er að bæta hreinlætisaðstöðu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi er gaman að segja frá því að nokkrar stúlkur á svæðinu tóku upp á því í sjálfboðaliðastarfi að kenna unglingsstúlkum í þessum fjölskyldum að búa til heimagerð dömubindi.
Ekki var gert ráð fyrir þessum þætti í áætlunargerð fyrir Fjölskyldueflinguna en umsjónarfólki verkefnisins í Tulu Moye leist svo vel á uppátækið að brugðist var við með því að útvega stúlkunum það sem þarf til dömubindagerðarinnar.
Á ferð okkar til Tulu Moye fyrr á þessu ári hittum við stúlkurnar í þessum sjálfboðaliðastörfum á skrifstofu verkefnisins í þorpinu Iteya. Þær vildu gjarnan sýna Fjölskylduvinum SOS á Íslandi aðferð sína við gerð dömubindanna sem sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.
Þær vefja grisju utan um bómull og loka með saumi. Hægt er að endurnýta dömubindin með því að losa sauminn á grisjunni sem svo er þvegin og skipt er um bómull. Einnig koma við sögu nál, tvinni, og rakvélablað en sjón er sögu ríkari.
Nýlegar fréttir

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi
Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjó...

18 staðir Gleðipinna og 18 styrktarbörn
Starfsfólk veitinga- og afþreyingarfélagsins Gleðipinna hefur ákveðið að styðja við starf SOS Barnaþorpanna með því að gerast SOS-foreldrar 18 barna í SOS barnaþorpum víðsvegar um heiminn. Það þýðir e...