Fréttayfirlit 5. nóvember 2019

Svona gera þær heimagerð dömubindi

Svona gera þær heimagerð dömubindi

Fjölskyldueflingin okkar á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu snýr að mörgum þáttum sem lúta að því að efla þær sárafátæku barnafjölskyldur sem við erum að hjálpa. Liður í eflingunni er að bæta hreinlætisaðstöðu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Í því samhengi er gaman að segja frá því að nokkrar stúlkur á svæðinu tóku upp á því í sjálfboðaliðastarfi að kenna unglingsstúlkum í þessum fjölskyldum að búa til heimagerð dömubindi.

Ekki var gert ráð fyrir þessum þætti í áætlunargerð fyrir Fjölskyldueflinguna en umsjónarfólki verkefnisins í Tulu Moye leist svo vel á uppátækið að brugðist var við með því að útvega stúlkunum það sem þarf til dömubindagerðarinnar.

Á ferð okkar til Tulu Moye fyrr á þessu ári hittum við stúlkurnar í þessum sjálfboðaliðastörfum á skrifstofu verkefnisins í þorpinu Iteya. Þær vildu gjarnan sýna Fjölskylduvinum SOS á Íslandi aðferð sína við gerð dömubindanna sem sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Þær vefja grisju utan um bómull og loka með saumi. Hægt er að endurnýta dömubindin með því að losa sauminn á grisjunni sem svo er þvegin og skipt er um bómull. Einnig koma við sögu nál, tvinni, og rakvélablað en sjón er sögu ríkari.

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...