Fréttayfirlit 8. september 2021

SOS á Íslandi framlengir um tvö ár í Eþíópíu

SOS á Íslandi framlengir um tvö ár í Eþíópíu


SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa undirritað nýjan styrktarsamning við Utanríkisráðuneytið vegna framlenginga á tveimur verkefnum og er annað þeirra fjölskyldueflingin í Eþíópíu.

Rúmar 44 milljónir styrkupphæðarinnar renna í fjölskyldueflingu okkar í Tulu Moye, þ.e. Iteya og nágrenni. Þar hjálpum við barnafjölskyldum í sárafátækt að standa á eigin fótum með því markmiði að þær verði sjálfbærar. Þannig drögum við úr hættunni á að aðskilnaði og eflum foreldrana svo þeir geti hugsað um börnin og þau stundað nám.

Verkefni okkar í Eþíópíu hófst árið 2018 og átti að renna út í lok þessa árs en nú hefur það verið framlengt út desember 2023. Þar hjálpum við 560 foreldrum og 1562 börnum þeirra. Mjög stutt er í að fyrstu fjölskyldurnar útskrifist úr fjölskyldueflingunni og til að hámarka árangurinn ákváðum við að framlengja verkefnið um tvö ár. Hætt er við að mikil vinna hefði farið í súginn ef við hefðum látið staðar numið nú í árslok.

Styrkur Utanríkisráðuneytisins er kr. 44.519.329 en mótframlag SOS á Íslandi er kr. 11.129.832. Mótframlagið er fjármagnað með framlögum mánaðarlegra styrktaraðila sem nefnast SOS-fjölskylduvinir.

Sjá einnig:

88% segja lífsgæði sín betri

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.