Fréttayfirlit 16. júlí 2025

Ný fjölskylduefling í Úganda

Ný fjölskylduefling í Úganda


Ný fjölskylduefling er hafin í Úganda sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og styrktaraðilum hér á landi, þ.e. SOS-fjölskylduvinum og Utanríkisráðuneytinu. Í Úganda hjálpum við barnafjölskyldum út úr sárafátækt og vinnum gegn algengri samfélagsógn eins og ofbeldi gegn börnum, barnaþrælkun og barnahjónaböndum.

Fjölskylduefling kemur í veg fyrir að barnafjölskyldur sundrist og að eftir standi umkomulaus börn. Verkefni okkar miðar að því að efla heilbrigði, menntun og fjárhagslegt öryggi foreldra og 1.500 barna á aldrinum 0-17 ára á Busoga-svæðinu í Mayuge-héraði.

Nærsamfélagið mun einnig njóta góðs af fjölskyldueflingunni því liður í henni er að efla barnaverndarkerfið á svæðinu, auka aðgengi barna að persónumiðaðri gæðamenntun og verknámi, tryggja heilbrigðisþjónustu og styrkja efnahagslega velferð ungs fólks og fjölskyldna.

Achen er 14 ára og væri búið að gifta hana ef mamma hennar hefði ekki barist hatrammlega gegn því og fyrir því að halda henni í skóla. Hún var tíu ára þegar faðir hennar dó og heimtaði skyldfólk hans þá að Achen yrði gift til að létta á fjárhag fjölskyldunnar. Mamma hennar stóð þó föst á sínu. Achen er 14 ára og væri búið að gifta hana ef mamma hennar hefði ekki barist hatrammlega gegn því og fyrir því að halda henni í skóla. Hún var tíu ára þegar faðir hennar dó og heimtaði skyldfólk hans þá að Achen yrði gift til að létta á fjárhag fjölskyldunnar. Mamma hennar stóð þó föst á sínu.

Barnafjölskyldur losna úr viðjum sárafátæktar

Innleiðing verkefnis okkar í Úganda hófst í byrun þessa árs og er áætlað að því ljúki í lok árs 2028. Mikil og góð reynsla er komin af fyrri verkefnum okkar í fjölskyldueflingu sem SOS á Íslandi hefur fjármagnað með þeim árangri að þúsundir barna gátu búið áfram hjá foreldrum sínum og stundað nám. 

Nýlokið er sambærilegu íslensku verkefni í Tulu-Moye í Eþíópíu þar sem 360 barnafjölskyldur brutust úr viðjum sárafátækar. SOS á Íslandi fjármagnar nú fjögur svona verkefni en þau eru auk Úganda í Malaví, Rúanda og Eþíópíu.

Sanyu er snjöll 11 ára stúlka í Úganda. Hér er hún að elda ásamt bróður sínum. Hún missti tvö ár úr skóla eftir að faðir hennar yfirgaf fjölskylduna og giftist annarri konu. Þrátt fyrir það er Sanyu ein af fimm hæstu nemendunum í einkunnugjöf í bekknum. Sanyu er snjöll 11 ára stúlka í Úganda. Hér er hún að elda ásamt bróður sínum. Hún missti tvö ár úr skóla eftir að faðir hennar yfirgaf fjölskylduna og giftist annarri konu. Þrátt fyrir það er Sanyu ein af fimm hæstu nemendunum í einkunnugjöf í bekknum.

Vandamálin í Úganda

Í Úganda ríkir víðtækur skortur á þekkingu og færni sem hindrar vernd og velferð barna. Foreldrar og forráðamenn búa yfir takmörkuðum uppeldishæfileikum og atvinnuþekkingu til að tryggja velferð barna, m.a. þegar kemur að næringu, umönnun og menntun.

Þá búa kennarar, skólaleiðtogar og og heilbrigðisstarfsfólk ekki ekki yfir nægri þekkingu. Samfélags- og trúarleiðtogar þekkja ekki réttindi barna og því viðgangast skaðlegar hefðir. Íbúar í Austur-Úganda glíma við margar áskoranir sem verkefni okkar í fjölskkyldueflingunni miða að því að vinna gegn.

Minnkandi lífsgæði og fátækt:

  • Yfir 30% þjóðarinnar lifa undir fátæktarmörkum án grunnþjónustu (aðgengi að heilbrigðisþjónustu, hreinu vatni og hæfilegu húsnæði).
  • Meiri en helmingur barna (56%) þjáist af fjölþættum skorti á grunnþjónustu, fæði, klæðnaði og öruggu húsnæði.

Ungbarnadauði og heilbrigðisvandamál:

  • Takmarkað aðgengi að heilbrigðisþjónustu bæði fyrir börn og mæður, sem eykur hættu á veikindum og dauða barna.

Ofbeldi og misnotkun gegn börnum:

  • 59% stúlkna og 68% drengja hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi sem börn.
  • 35% stúlkna og 17% drengja hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Barna- og unglingaþunganir:

  • Um 25% stúlkna á aldrinum 10–19 ára verða þunguð, sem setur stúlkurnar og börnin í aukna hættu.

Þvingaðar giftingar ungra stúlkna:

  • Fjölskyldur í sárafátækt senda stundum ungar dætur sínar í hjónaband til fjárhagslegrar hagsbóta.

Skortur á menntun og hátt brottfall úr skóla:

  • Allt að 30% barna í Austur-Úganda (Busoga) hætta í grunnskóla fyrir sjöunda bekk.
  • Lágt hlutfall í leikskólakennslu (aðeins 4 af hverjum 10 börnum 3–5 ára).

Skaðleg menning og kynjamisrétti:

  • Æðri staða karla í samfélaginu styrkir staðalmyndir og torveldar breytingar á skaðlegum kynjavenjum.
  • Samfélagsleiðtogar eru ekki nægilega tilbúnir eða sterkir til að fást við áskoranir og skaðlegar venjur.

Barnavinna:

  • Rannsókn frá 2024 sýnir að á Busoga-svæðinu var barnavinna útbreidd, þar sem börn voru látin vinna til að afla heimilistekna vegna vaxandi fátæktar.
  • 80,2% foreldra/umönnunaraðila lifa á sjálfsþurftarbúskap, og 58,3% þeirra hafa undir 25 dollurum í mánaðarlaun, sem neyðir börn til vinnu.

Skortur á þekkingu á réttindum barna:

  • Flest börn sem verkefnið miðar að þekkja ekki réttindi sín né þær leiðir sem þeim standa til boða til að krefjast þeirra.
Löng og mikil reynsla er komin á fjölskyldueflingu hjá SOS Barnaþorpunum. Meðal verkefna hjá starfsfólki SOS er að skipuleggja þjálfun og fræðslu fyrir alla hlutaðeigandi í samfélaginu, hvort sem um er að ræða foreldra, skólastjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk, leiðtoga í samfélaginu eða lífsleikni fyrir börnin. Löng og mikil reynsla er komin á fjölskyldueflingu hjá SOS Barnaþorpunum. Meðal verkefna hjá starfsfólki SOS er að skipuleggja þjálfun og fræðslu fyrir alla hlutaðeigandi í samfélaginu, hvort sem um er að ræða foreldra, skólastjórnendur, heilbrigðisstarfsfólk, leiðtoga í samfélaginu eða lífsleikni fyrir börnin.

Sérstök áhersla á þátttöku feðra

Mjög áhugarður þáttur í fjölskyldueflingunni í Úganda er átakið „Virkir feður“ (Active Fatherhood) og er þessi liður ný viðbót og í raun alger lykilþáttur í fjölskyldueflingu. Með því að beina sjónum sérstaklega að föðurhlutverkinu gefst tækifæri til að vinna gegn ofbeldi gagnvart börnum og koma í veg fyrir aðskilnað fjölskyldna á áhrifaríkan hátt. 

Meðal atriða sem undirstrika mikilvægi þessarar nálgunar eru:

  1. Kynjajafnrétti í verki
    – Með því að virkja feður sem jákvæða fyrirmynd er áhersla lögð á breytingar á menningarlegum viðhorfum og stuðlað að jafnari ábyrgð í uppeldi.
  2. Forvarnir gegn ofbeldi
    – Rannsóknir sýna að virkir og stuðningsríkir feður draga úr streitu innan fjölskyldunnar og stuðla að friðsælli uppeldisaðstæðum.
  3. Styrking tengsla feðra við börn
    – Þegar feður taka virkan þátt þroskast börn með meira sjálfstraust og tilfinningalegri stöðugleika.
  4. Sjálfbærni breytinga
    – Feðurnir sem valdir eru í fyrirmyndarhlutverk geta haft víðtæk áhrif í sínu nánasta umhverfi og farið fyrir í breyttum uppeldisháttum, sem örvar jákvæða hringrás í samfélaginu.

Þessi nálgun nýtir sterkt tengsl feðra og barna sem inngang að víðtækari samfélagsbreytingum, sem gerir hana sannarlega áhugaverðan og áhrifaríkan hluta af heildarstyrkingu fjölskyldna.

Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna er hluti af opinberri þróunaraðstoð Íslands. Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna er hluti af opinberri þróunaraðstoð Íslands.

SOS-fjölskylduvinir og Utanríkisráðuneytið

Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna í Úganda er fjármögnuð af SOS Barnaþorpunum á Íslandi. Það er gert að stærstum hluta með stuðningi Utanríkisráðuneytisins og er sá stuðningur hluti af opinberri þróunaraðstoð Íslands.

SOS Barnaþorpin á Íslandi greiða mótfamlag til þessarra verkefna og er það fjármagnað með stuðningi íslensku styrktaraðilanna SOS-fjölskyldvina.

SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS. Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr