500 þúsund til Aleppó

Sigurður Jónsson lést árið 2015, aðeins 43 ára gamall. SOS Barnaþorpin hafa fengið gjöf að upphæð 500.000 kr. úr sjóði Sigurðar Jónssonar (Sigga). Framlagið mun að öllu leyti styðja við uppbyggingu skóla í Aleppo, Sýrlandi, sem SOS Barnaþorpin koma að. Sigurði Jónssyni (Sigga) þótti afar vænt um börn og sérstaklega þau sem áttu erfitt uppdráttar vegna veikinda eða heimilisaðstæðna og því vildu aðstandendur hans leggja þessu verkefni lið.
Við þökkum aðstandendum Sigurðar kærlega fyrir framlagið og megi minning hans lifa.

Nýlegar fréttir

Ekkert mannfall eða skemmdir hjá SOS í Sýrlandi
Staðfest hefur verið að öll börn, fjölskyldur og starfsfólk á vegum SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi eru heil á húfi eftir mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrkland...

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.