Fréttayfirlit 2. janúar 2019

Vilborg áfram sendiherra SOS á Íslandi

Við erum stolt að segja frá því að Vilborg Arna Gissurardóttir framlengdi á dögunum samning sem velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Vilborg er einn af fjórum sendiherrum okkar ásamt Elizu Reid, forsetafrú, Rúrik Gíslasyni, knattspyrnumanni og Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu.

Vilborg gerðist velgjörðarsendiherra SOS í lok árs 2013. Hún er frábær fyrirmynd og hefur um árabil getið sér gott orð sem ævintýrakona. Vilborg hefur stundað fjalla- og leiðangursmennsku um árabil. Hún hefur m.a. gengið á Suðurpólinn og klifið hæsta tind í hverri heimsálfu. Vilborg er jafnframt stofnandi og aðaleigandi ferðaskrifstofunnar Tinda.

Elliza Rurik Hera.jpg

Eliza, Rúrik og Hera.

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...