Vilborg áfram sendiherra SOS á Íslandi
Við erum stolt að segja frá því að Vilborg Arna Gissurardóttir framlengdi á dögunum samning sem velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Vilborg er einn af fjórum sendiherrum okkar ásamt Elizu Reid, forsetafrú, Rúrik Gíslasyni, knattspyrnumanni og Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu.
Vilborg gerðist velgjörðarsendiherra SOS í lok árs 2013. Hún er frábær fyrirmynd og hefur um árabil getið sér gott orð sem ævintýrakona. Vilborg hefur stundað fjalla- og leiðangursmennsku um árabil. Hún hefur m.a. gengið á Suðurpólinn og klifið hæsta tind í hverri heimsálfu. Vilborg er jafnframt stofnandi og aðaleigandi ferðaskrifstofunnar Tinda.
Eliza, Rúrik og Hera.
Nýlegar fréttir

Héldum að við yrðum drepin
Í apríl sögðum við frá rýmingu barnaþorps í höfuðborg Súdan vegna blóðugra átaka í nágrenni þess. Í kjölfarið var þorpið svo hertekið af vopnuðum sveitum og haldar þær enn til í barnaþorpinu.

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu
Árið 2021 greindum við frá því að niðurstöður tveggja óháðra rannsókna hafi leitt í ljós ýmsa misbresti í stjórnun SOS Barnaþorpanna á alþjóðavísu og í einstaka löndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi áttu ...