Vilborg áfram sendiherra SOS á Íslandi
Við erum stolt að segja frá því að Vilborg Arna Gissurardóttir framlengdi á dögunum samning sem velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Vilborg er einn af fjórum sendiherrum okkar ásamt Elizu Reid, forsetafrú, Rúrik Gíslasyni, knattspyrnumanni og Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu.
Vilborg gerðist velgjörðarsendiherra SOS í lok árs 2013. Hún er frábær fyrirmynd og hefur um árabil getið sér gott orð sem ævintýrakona. Vilborg hefur stundað fjalla- og leiðangursmennsku um árabil. Hún hefur m.a. gengið á Suðurpólinn og klifið hæsta tind í hverri heimsálfu. Vilborg er jafnframt stofnandi og aðaleigandi ferðaskrifstofunnar Tinda.
Eliza, Rúrik og Hera.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...