Fréttayfirlit 26. febrúar 2019

Viðkvæmt ástand hjá SOS í Venesúela en allir heilir

Staðfesting hefur borist okkur á því að öll börn og starfsfólk í SOS barnaþorpunum í Venesúela og handan landamæranna eru heil á húfi. Öryggið er þó ekki tryggt og er starfsfólk í viðbragðsstöðu ef bregðast þarf við hættuástandi. Mikil ólga ríkir í landinu og átök eiga sér stað sem hafa kostað mannslíf vegna hins pólitíska óstöðugleika sem skekur þjóðina.

STYRKJA SOS MEÐ FRJÁLSU FRAMLAGI

58 Íslendingar styrkja í Venesúela

58 Íslendingar eru ýmist styrktarforeldrar eða barnaþorpsvinir barna og barnaþorpa í Venesúela en þar eru þrjú SOS barnaþorp. Þar að auki eru SOS á Íslandi og Utanríkisráðuneytið að styrkja mannúðarverkefni SOS í Kólumbíu við landamæri Venesúela um rúmar 20 milljónir króna. Ein milljón af þremur milljónum flóttamanna frá Venesúela hafa flúið yfir landamærin til Kólumbíu frá árinu 2015. Þarna erum við að hjálpa um 10.200 manns í um 2.500 barnafjölskyldum og nær verkefnið til 10 mánaða.

Neyðarastoð SOS fyrir flóttafjölskyldurColombia_ERP_CFS Villa del Sure_SOS Colombia_11.jpg

SOS í kólumbíu útvegar flóttafólki vatn, matvæli og pakka með öllum nauðsynlegustu hreinlætisvörum. Annar mikilvægur þáttur í vinnu SOS Barnaþorpanna er að verja börn á svæðinu fyrir ýmsum hættum eins og ofbeldi, kynjamisrétti og kynferðislegri misnotkun. SOS rekur sérstök barnvæn svæði þar sem börn geta stunduð nám og leik og hefur engin truflun orðið á því starfi enn sem komið er.

„Það eru allir óhultir en það þýðir samt ekki að hversdagslegar áskoranir séu leystar. Við erum á hæsta viðbúnaðarstigi og erum með aðgerðaáætlun tilbúna til að tryggja öryggi barnanna ef ástandið breytist. SOS Barnaþorpin eru viðurkennd um heim allan sem öruggt skjól fyrir börn og að sjá þeim fyrir öllum grunnþörfum. Það er engin breyting að verða á því.“ segir Ilvania Martins, framkvæmdastjóri SOS í Venesúela.

Þú getur stutt verkefnið

Utanríkisráðuneyti Íslands styrkti neyðarverkefni SOS í Kólumbíu um um tæpa 19 og hálfa milljón króna og er mótframlag SOS á Íslandi rúm ein milljón króna. Við biðlum til almennings um að taka þátt í þeim stuðningi með frjálsum framlögum. 

Það er hægt að gera með því að leggja inn á reikning 0334-26-52075, kt. 500289- 2529.

Einnig er hægt að styrkja samtökin með því að hringja í 907-1001 (1.000 kr.) eða 907-1002 (2.000 kr.)

Heimsmarkmiðin.jpg

Áhersluatriði ársins 2019 í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er „börn án foreldraumsjár“ sem SOS Barnaþorpin sérhæfa sig einmitt í. SOS Barnaþorpin uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 1, 4, 8, 10 og 16 að fullu og markmið númer 3,5 og 17 að hluta. Neyðaraðstoðin fyrir flóttafjölskydurnar frá Venesúela nær til heimsmarkmiða nr. 1, 2, 3, 4 og 6.

Nýlegar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.