Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Börn og ungmenni eru viðkvæmustu hóparnir í mannúðarkrísu eins og á sér stað í Marokkó. Þau sem hafa engan fullorðinn til að treysta í svona aðstæðum eru í enn meiri hættu á ofbeldi, misnotkun og vanrækslu. Áfallið sem börnin eru að ganga í gegnum hefur áhrif á heilsu þeirra og getur haft langtímaáhrif á þroska þeirra.
SOS Barnaþorpin hafa verið í Marokkó í 40 ár og samtökin státa af rótgrónum innviðum í alþjóðlegu hjálparstarfi. Þess vegna gátum í samvinnu við net samstarfsaðila hafið neyðargarðgerðir strax eftir skjálftann sem hefur kostað þúsundir lífið. Starfsfólk SOS á staðnum skilur þörfina og þekkir aðstæður.
Sjá einnig: Neyðarsöfnun vegna jarðskjálfta í Marokkó

Áhersla okkar er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og veita almenna mannúðaraðstoð.
Viðbragðaáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
- Koma í veg fyrir aðskilnað fjölskyldna
- Að styrkja fjölskyldur í neyð
- Ýmis hópstarfsemi fyrir börn
- Að tryggja börnum og ungmennum áframhaldandi menntun
- Áfallahjálp og almennur sálfélagslegur stuðningur
- Að vernda börn, ungt fólk og fjölskyldur með fjölþættri mannúðaraðstoð með tilliti til heilsu, næringar og fæðuöryggis
- Að veita bráðabirgðaþjónustu
- -Smáhópaheimili
- -Fósturfjölskyldur
- -Tímabundin umönnun
- Önnur bráðabirgðaþjónusta
- Að gera langtímaáætlun fyrir velferð barnanna
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðaraðgerða í Marokkó. Alenningi hér á landi gefst kostur á að leggja sitt af mörkum í neyðarsöfnun á sos.is
Jarðskjálfti í Marokkó
Jarðskjálfti í Marokkó

Jarðskjálfti (6,8) skók Marokkó. Mörg börn hafa misst foreldra sína. SOS Barnaþorpin eru á staðnum og hjálpa börnum og fjölskyldum í neyð. Vertu með okkur í að lina þjáningar.
Styrkja