Fréttayfirlit 9. september 2023

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostur á að leggja lóð sín á vogarskálarnar með framlagi í neyðarsöfnun.

Styrkja neyðaraðgerðir í Marokkó

Eyðileggingin er gríðarleg í Marokkó, þúsundir hafa látið lífið og þörfin fyrir aðstoð er mikil. Eyðileggingin er gríðarleg í Marokkó, þúsundir hafa látið lífið og þörfin fyrir aðstoð er mikil.

SOS Barnaþorpin í Marokkó í 40 ár

SOS Barnaþorpin þekkja vel til í landinu og hafa hjálpað þar munaðarlausum og yfirgefnum börnum í um 40 ár. Samtökin hafa þegar hafið fyrstu neyðaraðstoð á staðnum og munu laga aðgerðir að aðstæðum og þörfum næstu daga og vikur.

Gera má ráð fyrir að samtökin muni leggja áherslu á að hjálpa börnum sem orðið hafa viðskila við foreldra sína og misst sína allra nánustu.

Einnig þarf að hjálpa barnafjölskyldum sem misst hafa heimili sín og lífsviðurværi. Þá er ljóst að fjöldi barna og fullorðinna munu þurfa á aðstoð sérfræðinga að halda á næstunni vegna áfallastreituröskunar.

SOS Barnaþorpin reka fimm barnaþorp í Marokkó fyrir börn sem ekki eiga foreldra sem séð geta um þau. 18 börn í SOS barnaþorpum í Marokkó eiga SOS-foreldra á Íslandi. Öll börn í barnaþorpunum eru heil á húfi. Verið er að meta mögulegar skemmdir á byggingum.

Einnig eru samtökin með fjölskyldueflingu í Marokkó sem hjálpar fátækustu barnafjölskyldunum til sjálfshjálpar og fjárhagslegs sjálfstæðis.

Hér er hægt að gefa framlög í neyðarsöfnun SOS á Íslandi.

Jarðskjálfti í Marokkó

Jarðskjálfti í Marokkó

Jarðskjálfti í Marokkó

Jarðskjálfti (6,8) skók Marokkó. Mörg börn hafa misst foreldra sína. SOS Barnaþorpin eru á staðnum og hjálpa börnum og fjölskyldum í neyð. Vertu með okkur í að lina þjáningar.

Styrkja