Upplýsingar til nýrra SOS-styrktarforeldra
Það er gaman að segja frá því að mikil fjölgun hefur verið í nýskráningum SOS-styrktarforeldra síðustu daga. Fjöldi Íslendinga er að taka að sér að styrkja börn sem áttu engan að en eru nú flutt í SOS barnaþorp þar sem þau fá heimili, ástríka fjölskyldu, menntun og öll þau tækifæri sem eðlilegt er að börn fái.
Í þessu myndbandi útskýrum við það ferli sem fer af stað þegar nýir SOS-styrktarforeldrar skrá sig.
Þegar þú ákveður að gerast styrktarforeldri skráirðu þig hér á heimasíðunni.
Katrín og Auður taka á móti þinni skráningu og koma henni til alþjóðaskrifstofu SOS Barnaþorpanna í Austurríki.
Þar er metið hvar neyðin er mest og Íslendingum úthlutað börn til að styrkja.
Við útbúum þá upplýsingamöppu fyrir nýja styrktarforeldra og sendum þeim. Í möppunni eru upplýsingar um styrktarbarnið þitt og mynd af því, upplýsingar um barnaþorpið og landið sem það er í ásamt nýjasta fréttablaði SOS Barnaþorpanna á íslandi.
Styrktarforeldrar fá svo send tvö bréf á ári með með fréttum af barninu og þorpinu og mynd af barninu.
SOS-styrktarforeldrar, takk fyrir að gera heiminn betri.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...