Fréttayfirlit 22. maí 2020

Upplýsingar til nýrra SOS-styrktarforeldra



Það er gaman að segja frá því að mikil fjölgun hefur verið í nýskráningum SOS-styrktarforeldra síðustu daga. Fjöldi Íslendinga er að taka að sér að styrkja börn sem áttu engan að en eru nú flutt í SOS barnaþorp þar sem þau fá heimili, ástríka fjölskyldu, menntun og öll þau tækifæri sem eðlilegt er að börn fái.

Í þessu myndbandi útskýrum við það ferli sem fer af stað þegar nýir SOS-styrktarforeldrar skrá sig.

Þegar þú ákveður að gerast styrktarforeldri skráirðu þig hér á heimasíðunni.

Katrín og Auður taka á móti þinni skráningu og koma henni til alþjóðaskrifstofu SOS Barnaþorpanna í Austurríki.

Þar er metið hvar neyðin er mest og Íslendingum úthlutað börn til að styrkja.

Við útbúum þá upplýsingamöppu fyrir nýja styrktarforeldra og sendum þeim. Í möppunni eru upplýsingar um styrktarbarnið þitt og mynd af því, upplýsingar um barnaþorpið og landið sem það er í ásamt nýjasta fréttablaði SOS Barnaþorpanna á íslandi.

Styrktarforeldrar fá svo send tvö bréf á ári með með fréttum af barninu og þorpinu og mynd af barninu.

SOS-styrktarforeldrar, takk fyrir að gera heiminn betri.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...