Fréttayfirlit 4. júní 2018

Um 500 skópör söfnuðust

Mjög vel tókst til þegar góðgerðar- og fjölskylduhlaupið „Skór til Afríku“ var haldið í fyrsta sinn hér á landi sl. laugardag. Yfir fimm hundruð pör af vel með förnum íþróttaskóm söfnuðust í þessari fjölskyldusamkomu og verða þeir sendir til SOS Barnaþorpanna í Nígeríu. Við þökkum innilega öllum sem að komu, þátttakendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum.

Um tvöhundruð manns tóku þátt og áttu skemmtilega fjölskyldustund í góðviðrinu við Rauðavatn. Þátttakendur ýmist hlupu eða gengu þriggja og hálfs kílómetra leið með hnum ýmsu hindrunum kringum vatnið.

Forsetafrúin Elíza Reid hljóp ásamt sonum sínum Duncan og Sæþóri í fyrsta ráshópi og ekki ber á öðru en að fjölskyldan á Bessastöðum sé í góðu formi því komu þau fyrst í mark. Elíza er einn af velgjörðarsendiherrum SOS Barnaþorpanna á Íslandi.

Þátttökugjaldið var eitt par af vel með förnum íþróttaskóm sem sendir verða til barna og ungmenna í SOS Barnaþorpunum í Nígeríu. Tilvalið þótti að sýna vináttu í verki við Nígeríu því að Ísland og Nígería eru saman í riðli á HM í fótbolta. Allir þátttakendur voru leystir út með gjafapoka, Toppi og ís frá Kjörís sem var með ísbíl á staðnum.

Hlaupið var skipulagt af útvarpsstöðinni K100, Morgunblaðinu og Mbl.is í samstarfi við SOS Barnaþorpin á Íslandi. Fjölmargir sjálfboðaliðar komu að viðburðinum og styrktaraðilar gáfu þjónustu og vörur. Kunnum við eftfarandi fyrirtækjum bestu þakkir fyrir, Lindex, Eddu útgáfu fyrir Andrésar andarblöðunum, Toppi, Icon, Skuggalandi, Kjörís og DHL sem sendir skópörin út til Nígeríu nú í vikunni.

Myndir frá hlaupinu eru komnar inn á Facebook síðu SOS Barnaþorpanna.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...