Fréttayfirlit 8. nóvember 2019

Tónleikar og kaffiboð fyrir eldri borgara



Ungmennaráð SOSHér hjá SOS á Íslandi erum við með ungmennaráð sem er stútfullt af hæfileika-, hugmyndaríku og duglegu ungu fólki. Það var glatt á hjalla í gær þegar ungmennaráðið heimsótti Boðann, félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi. Þar héldu meðlimir ungmennaráðsins kynningu á starfi ráðsins og SOS Barnaþorpanna.

Ungmennin buðu svo gestum upp á tónlistaratriði þar sem tvær úr ráðinu, þær Lilja Helgadóttir og Senía Guðmundsdóttir, léku þekkt íslensk lög á flautu og hörpu. Ungmennaráðið bauð svo upp á kaffi, vöfflur og kökur sem runnu ljúflega niður við undirleik fallegra hörputóna Seníu.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið frá viðburðinum þar sem rætt er við Sunnu Líf Kristjánsdóttur, formann ungmennaráðsins, og Lilju Helgadóttur, ritara.

Ungmennaráðið hefur undanfarið ár haft til sölu Flóttabangsann til styrktar flóttabörnum sem koma til Grikklands. Ágóðanum af sölu á Flóttabangsanum er varið í eflingu flóttabarnannanna við að aðlagast nýjum aðstæðum og veita þeim tækifæri á menntun og betra lífi. Fjölmargir nýttu sér heimsókn ungmennaráðsins í Boðann til að kaupa Flóttabangsann og setja hann í jólapakkann hjá barnabörnum.

Ungmennaráð SOS

Ungmennaráð Boðinn 2.jpg

Ungmennaráð SOS

Ungmennaráð SOS

Ungmennaráð SOS

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...