Fréttayfirlit 8. nóvember 2019

Tónleikar og kaffiboð fyrir eldri borgara



Ungmennaráð SOSHér hjá SOS á Íslandi erum við með ungmennaráð sem er stútfullt af hæfileika-, hugmyndaríku og duglegu ungu fólki. Það var glatt á hjalla í gær þegar ungmennaráðið heimsótti Boðann, félagsmiðstöð eldri borgara í Kópavogi. Þar héldu meðlimir ungmennaráðsins kynningu á starfi ráðsins og SOS Barnaþorpanna.

Ungmennin buðu svo gestum upp á tónlistaratriði þar sem tvær úr ráðinu, þær Lilja Helgadóttir og Senía Guðmundsdóttir, léku þekkt íslensk lög á flautu og hörpu. Ungmennaráðið bauð svo upp á kaffi, vöfflur og kökur sem runnu ljúflega niður við undirleik fallegra hörputóna Seníu.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið frá viðburðinum þar sem rætt er við Sunnu Líf Kristjánsdóttur, formann ungmennaráðsins, og Lilju Helgadóttur, ritara.

Ungmennaráðið hefur undanfarið ár haft til sölu Flóttabangsann til styrktar flóttabörnum sem koma til Grikklands. Ágóðanum af sölu á Flóttabangsanum er varið í eflingu flóttabarnannanna við að aðlagast nýjum aðstæðum og veita þeim tækifæri á menntun og betra lífi. Fjölmargir nýttu sér heimsókn ungmennaráðsins í Boðann til að kaupa Flóttabangsann og setja hann í jólapakkann hjá barnabörnum.

Ungmennaráð SOS

Ungmennaráð Boðinn 2.jpg

Ungmennaráð SOS

Ungmennaráð SOS

Ungmennaráð SOS

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...