Frétta­yf­ir­lit 8. nóv­em­ber 2019

Tón­leik­ar og kaffi­boð fyr­ir eldri borg­ara

Ungmennaráð SOSHér hjá SOS á Ís­landi erum við með ung­menna­ráð sem er stút­fullt af hæfi­leika-, hug­mynda­ríku og dug­legu ungu fólki. Það var glatt á hjalla í gær þeg­ar ung­menna­ráð­ið heim­sótti Boð­ann, fé­lags­mið­stöð eldri borg­ara í Kópa­vogi. Þar héldu með­lim­ir ung­menna­ráðs­ins kynn­ingu á starfi ráðs­ins og SOS Barna­þorp­anna.

Ung­menn­in buðu svo gest­um upp á tón­list­ar­at­riði þar sem tvær úr ráð­inu, þær Lilja Helga­dótt­ir og Sen­ía Guð­munds­dótt­ir, léku þekkt ís­lensk lög á flautu og hörpu. Ung­menna­ráð­ið bauð svo upp á kaffi, vöffl­ur og kök­ur sem runnu ljúf­lega nið­ur við und­ir­leik fal­legra hörpu­tóna Sen­íu.

Hér fyrir neðan má sjá stutt myndskeið frá viðburðinum þar sem rætt er við Sunnu Líf Kristjánsdóttur, formann ungmennaráðsins, og Lilju Helgadóttur, ritara.

Ung­menna­ráð­ið hef­ur und­an­far­ið ár haft til sölu Flótta­bangs­ann til styrkt­ar flótta­börn­um sem koma til Grikk­lands. Ágóð­an­um af sölu á Flótta­bangs­an­um er var­ið í efl­ingu flótta­barn­ann­anna við að að­lag­ast nýj­um að­stæð­um og veita þeim tæki­færi á mennt­un og betra lífi. Fjöl­marg­ir nýttu sér heim­sókn ung­menna­ráðs­ins í Boð­ann til að kaupa Flótta­bangs­ann og setja hann í jólapakk­ann hjá barna­börn­um.

Ungmennaráð SOS

Ungmennaráð Boðinn 2.jpg

Ungmennaráð SOS

Ungmennaráð SOS

Ungmennaráð SOS

Ný­leg­ar frétt­ir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Al­menn­ar frétt­ir

855 krón­ur af hverju þús­und króna fram­lagi renna í hjálp­ar­starf­ið

Árs­skýrsla SOS Barna­þorp­anna fyr­ir árið 2024 hef­ur nú ver­ið birt eft­ir að­al­fund sam­tak­anna 19. maí sl. Þar kem­ur m.a. fram að hlut­fall rekstr­ar­kostn­að­ar er með því allra lægsta sem ger­ist eða að­eins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfða­gjaf­ir

23 millj­ón­um króna af erfða­gjöf ráð­staf­að til há­skóla­mennt­un­ar

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa ráð­staf­að 23 millj­ón­um króna af erfða­gjöf til há­skóla­mennt­un­ar ung­menna í Afr­íku, nán­ar til­tek­ið í Rú­anda. Ráð­stöf­un­in er sam­kvæmt ósk­um arf­leif­anda, Bald­vins Leifs­son­ar...