Fréttayfirlit 15. maí 2019

TINNA hlýtur Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna

TINNA hlýtur Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna

TINNA, fjölskylduefling í Breiðholti á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, hlaut í dag Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna á Íslandi á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar. Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, afhenti viðurkenninguna sem veitt er til að heiðra og vekja athygli á framúrskarandi góðu starfi hér á landi í þágu barnafjölskyldna.

„TINNA endurspeglar gildi SOS Barnaþorpanna um mikilvægi fjölskyldunnar og að börn geti alist upp í ástríku og öruggu umhverfi. Starfsfólk TINNU vinnur persónulegt og óeigingjarnt starf, oft utan hefðbundins vinnutíma, í þágu barnafjölskyldna í Breiðholti. Fjölskylduefling er einn af stærstu þáttunum í starfsemi SOS Barnaþorpanna og hefur komið í veg fyrir aðskilnað hundruð þúsunda barna frá foreldrum sínum í 126 löndum,“ segir í umsögn valnefndar.

TINNA er tilraunaverkefni sem sett var á laggirnar árið 2016 í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Verkefnið heyrir undir þjónustumiðstöð Breiðholts og er staðsett í fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi.
Tilgangur TINNU-verkefnisins er að auka lífsgæði foreldra og barna, rjúfa vítahring fátæktar og um leið félagslega arfinn þ.e. að auka líkurnar á að börnum þessara foreldra vegni betur í framtíðinni en foreldrunum.

Í valnefnd SOS fyrir viðurkenninguna eru: Drífa Sigfúsdóttir og Sigrún Júlíusdóttir, þaulreyndar í störfum sem varða málefni fjölskyldunnar, Nichole Leigh Mosty, fulltrúaráði SOS Barnaþorpanna á Íslandi og Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS.

Verkefnisstjóri TINNU er Þuríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi. Ásamt henni á myndinni eru Marta Joy Hermannsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir og Diljá Kristjánsdóttir. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra afhenti þeim viðurkenninguna fyrir SOS Barnaþorpin. Verkefnisstjóri TINNU er Þuríður Sigurðardóttir, félagsráðgjafi. Ásamt henni á myndinni eru Marta Joy Hermannsdóttir, Hildigunnur Magnúsdóttir og Diljá Kristjánsdóttir. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra afhenti þeim viðurkenninguna fyrir SOS Barnaþorpin.

Fjölskylduviðurkenning SOS Barnaþorpanna er nú veitt fjórða árið í röð en hana hafa áður hlotið;

Miðstöð foreldra og barna (2016)
Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum (2017)
Kennarar (2018)

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...